Í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá því að fyrsta íslenska konan, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir vígðist til prests verður málþing, messa og fyrirlestur um endurnýjun helgihaldsins og framlags kvenna í lífi kirkjunnar.
Málþingið verður laugardaginn 27. SEPTEMBER KL. 13-16 og ber yfirskriftina ,,Sjá, ég geri alla hluti nýja“
Boel Hössjer Sundman talar um sögu norrænna kvenpresta og reynsluna af nýju handbókinni í Svíþjóð. Erindi hennar nefnist:
Worship of God; Inclusivity in Liturgy and through the Ordination of women to priestly Office
Aðalheiður Þorsteinsdóttir fjallar um litúrgíu Kvennakirkjunnar.
Arnar Ýrr Sigurðardóttir, Guðbjörg Arnardóttir og Elínborg Sturludóttir gefa stutt viðbrögð og leggja út af reynslu sinni sem prestar.
Gleðistund í boði Biskups Íslands að málþingi loknu.

Messa verður síðan í Neskirkju sunnudaginn 28. SEPTEMBER KL. 14
Tónlist, vitnisburðir, ávarp, bænir og blessun. Öll þjónusta í höndum kvenna.
Messukaffi að guðsþjónustu lokinni.

Fyrirlestur um prédikunarhefð Kvenna verður í aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 29. SEPTEMBER
Anna Carter Florence flytur erindi byggt á rannsóknum sínum um konur sem prédikara, í V stofu HÍ, kl. 11.40