Prestur okkar séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn hefur nú verið kosin prestur í Mosfellsbæ og þjónar hinum tveimur kirkjum þar, Mosfellskirkju og Lágafellskirkju með séra Ragnheiði Jónsdótur sóknarpresti.  Séra Arndís hefur starfað lengi í safnaðarstarfi og sem kirkjuvörður í Mosfellsbæ og er fædd þar og uppalin.

Kvennakirkjan óskar séra Arndísi innilega til hamingju og biður henni blessunar Guðs í einu og öllu.  Séra Arndís vígðist prestur Kvennakirkjunnar árið 2013. Hún heldur áfram að vera prestur okkar með séra Auði og við höldum áfram að vera henni allt sem við getum til gleði og styrktar eins og hún er okkur.