Allt á hvolfi í Guðsríkinu. Prédikun í Grensáskirkju 10. apríl 2011

Við erum staddar á fjalli í Ísrael forðum daga margar, margar, karlmenn og börn líka og Jesús hefur upp augu sín og lítur á okkur, sem hann fikrar sig ofar í hlíðina og segir: Koma so! Áfram gakk! Þið eruð sko á réttri leið, þið sem eruð auðmýkt í andanum, vegna þess að þið eigið himnaríki! Þannig ávarpaði Jesús mannfjöldann ef marka má þýðingu alsírska lögfræðingsins Messa í Grensáskirkju. Séra Yrsa Þórðardóttir André Chouraqui sem tókst á hendur að þýða fyrst gamla testamentið og svo viðaukann, sem við köllum nýja testamentið og án þess væri engin biblía, finnst okkur. Chouraqui segist þarna vera nær arameískunni og að Jesús hafi þarna verið að lýsa fólki sem er teinrétt á markvissri göngu. Því segir hann að Jesús hafi horft í kringum sig og hrósað fólkinu eða viðurkennt að það væri aldeilis vel innréttað og hafi skilið hvað var á seyði. Mikið eruð þið vel heppnuð! Þið megið aldeilis kalla ykkur sæl!
Strax þarna sjáum við að allt er öfugsnúið og þessvegna vildi ég að yfirskrift þessarar messu væri allt á hvolfi í guðsríkinu. Jesús talaði sem kunnugt er um guðfræði við konur og vildi að börn fengju að tala við sig, sem var ekki siður á hans tíma, þetta vitum við vel. En þá fyrst keyrir um þverbak þegar hann talar svo við þetta fátæka og smáða fólk í herteknu landi, eins og það sé á óslitinni sigurgöngu um lífið og hafi fangað sannleikann. En þannig er það með fólk sem hefur kynnst Guði og lætur sig trúna varða, það hefur fengið anda sem er mjúkur og snortinn og lífið fær við það ljóma sem enginn getur tekið í burtu, hvorki rómverski herinn né fátækt og erfið kjör.

Þetta […]

Gleði vorsins. Prédikun 20. maí 2007

Um vor kemur mér í hug liljan í holtinu, sem ég mun koma betur að síðar, um leið og Rannveig Guðmundsdóttir nefnir frumbyggja í Kópavogi og ég hugsa til gróðurs í friðaða holtinu fyrir ofan hús foreldra minna. En mér er einnig ofarlega í huga vorið í Prag 1968, breyting, bylting, hreyfing. Gróður kemur auðvitað einnig í hugann, nyjabrum, eitthvað sem vex og umhverfist loksins, grasið grænkar, hlutir breytast, fjötrar leysast.
Núna eftir fall Berlínarmúrs og járntjalds er næstum ómögulegt að hugsa sér að allan þennan tíma höfum við látið það viðgangast að fólk væri svipt ferðafrelsi, skoðanafrelsi og öðrum mannréttindum svona rétt hjá okkur. Um daginn fannst mér stórskrítið að sjá gagnkvæma stigagjöf milli Serba og Króata í Evrópsku Söngvakeppninni. Þesar þjóðir áttu í blóðugu, hatrömmu stríði fyrir skemmstu. Við sem bjuggum rétt hjá gerðum ekki neitt. Konurnar sem stóðu við krossinn þegar hræddu karlarnir höfðu allir hlaupið í felur, urðu vitni að hatri gagnvart Jesú. Þær urðu vitni að undarlegri lagaframkvæmd hins dásamlega rómverska ríkis, og þær gátu ekkert gert. Eða hvað? Þær gerðu það sem þær gátu. Þær voru þarna. Þær fóru hvergi, heldur voru hjá Jesú og hann hjá þeim og þær héldu áfram sinni þjónustu, þessar þrautseigu konur frá Galíleu. Í þeirra huga varð ekki gjá sem þarfnaðist flókinnar guðfræðilegrar brúargerðar, heldur héldu þær einfaldlega áfram verki Jesú, að leita að hinu týnda, finna það og færa til Guðs. Slík störf sjást kannski varla fyrr en þau leggjast af. Ég segi þetta og hugsa t.d. um heimilisstörf sem eru endalaus, aldrei búin og enginn tekur eftir nema maður hætti að tína sokkana upp af gólfinu, setja þá í þvottavél, upp á snúru og svo í skúffu. Ég er samt aðallega að […]

Messa í Dómkirkjunni 7. desember 2003

Friður Guðs sé með ykkur. Mig langar til að tala um þessi orð í Jóhannesarguðspjalli:
(Jóh. 1.9) Hið sanna ljós sem upplýsir hverja manneskju kom nú í heiminn.
Eftir þetta góða sumar og milda haust veit ég að ég er ekki ein um það að hafa hugsað fyrir ekki svo löngu: Misminnir mig? Er ekki óskaplega dimmt hérna á veturna? Á morgnana var bjart þegar við í fjölskyldunni vorum að fara í skóla og vinnu. En svo gerðist þetta, og það ótrúlega hratt, að það varð kolniðamyrkur. Alveg rétt! Hugsaði ég; svona er þetta, mig misminnti ekki. Óskaplega er myrkrið svart.

Þess vegna hefur Halla kerling verið mér ofarlega í huga undanfarið. Þessi úr Vísnabókinn, við gamla ljóðið:
Ljósið kemur langt og mjótt
logar á fífustöngum
Halla kerling fetar fljótt
framan eftir göngum.

Hún er lágvaxin, gömul, slitin og frekar alvarleg á svip. Jafnvel svolítið smeyk. Það er ábyggilega kalt í torfkofanum þar sem hún býr og kannski er hún þar hjú og hefur í sjálfu sér aldrei eignast neitt allan þann tíma sem hún hefur lagt hart að sér við vinnu sína. Langt og mjótt ljósið lýsir bara í lítinn hring i löngum ógnvekjandi en kunnuglegu göngunum. Bak við hana er langur skuggi sem umlykur hana. Hún fetar fljótt til að vera þar ekki of lengi.
Hún er formóðir okkar, þótt hún hafi kannski ekki átt neina afkomendur. Hún er hluti af forsögu okkar samt. Hefur unnið mikið, fengið lítið hrós kannski, enga upphefð, lítur ekki stórt á sig og býst ekki við miklu.

En hið sanna ljós, sem upplýsir hverja manneskju, var að koma í heiminn. Orðið, sem var í upphafi hjá Guði, er að fara að verða manneskja eins og við, ætlar að fara að deila kjörum með okkur. Um það hugsum […]