Ég vel mín áhrif. Prédikun í Kirkju Óháða safnaðarins 17. janúar 2010

Guð hjálpar þér að umgangast fólk -og sem oftast verulega glaðlega“ Matt. 5.16. Já, ekki veitir af að fá hjálp Guðs til að umgangast fólk -alla vega sumt .Yfirskriftin hér er: ég vel mín áhrif. Vel ég ekki bara alveg þau áhrif sem ég hef á umhverfið mitt, eða er það misskilningur? En ég vel alla vega hvað hefur áhrif á mig. Í umhverfinu eru nánast óteljandi áreiti: hávaði, tímapressa, skyldur, alls kyns áhrifavaldar, t.d. auglýsingar, gylliboð og ekki síst þjóðfélagsmálin. Hvernig á að sortera og passa upp á að ekki flæði út úr kerinu manns?

Ég las viðtal í því ágæta blaði Húsfreyjunni fyrir nokkru síðan við Eydísi og þar sá ég þetta orð áhrifahringur. Það er hennar uppfinning en passaði svona ljómandi vel við mínar hugsanir. Ég vel hver minn áhrifahringur er. Ég vel að umgangast fjölskylduna mína, vini mína, kunningja mína og vinnufélaga og hafa áhrif þar. Ég vel líka að kjaramál, stjórnmál, slúður (eða það að fylgjast með lífi fræga fólksins) er ekki innan míns áhrifahrings. Ég verð að velja og hafna –og fæ oft til þess hjálp Guðs í hverju ég ætla að vasast. Ef ég er óánægð með kjaramál mín, þá er ekki leiðin að tuða um það á kaffistofunni, dæsa og pæsa og vera óánægð. Ég á að gera eitthvað í málinu! T.d. bjóða mig fram í samninganefnd. Ef ég hef brennandi skoðanir á því sem fer fram innan veggja Alþingis og er örg og fúl út í ýmislegt í þjóðfélagsmálunum, þá get ég valið. Ég get valið að reyta hár mitt á kaffistofunni, hellt úr eyrunum yfir sjónvarpsfréttunum eða argast yfir umræðunni í dagblöðunum og finna til vanmáttar míns inni í mér og beinlínis bara líða illa yfir […]