Ver mér nær ó Guð – Prédikun í Breiðholtskirkju 10. mars 2013

Kæru vinkonur og vinir. Mikil dásemd og dýrð er að hittast hér í Breiðholtskirkju í kvöld og njóta samverunnar.
Hvað geri þú þegar þú er búin á því og færð þá tilfinningu að þú sért að gefast upp, ert bara frekar óánægð með þig? Skiptir það Guð máli? Er hún að virkilega að hlusta á mig, þegar ég er að leggja málin fyrir hana?
Kvennakirkjan hefur alltaf hvatt okkur hverja og eina til að þrauka þegar hversdagurinn, erfiðleikar eða áföll dynja yfir. Vinona okkar hlustar og það varðar hana að við döfnum vel, séum ánægðar með okkur og lífið í þeim farvegi sem skiptir hverja og eina máli. Við getum verið þess fullvissar að vinkona okkar leiðir okkur, hún sleppir aldrei hönd sinni af okkur og þess vegna þurfum við ekkert að óttast og við þurfum ekki að láta hugfallast.
Ég var að lesa um leikritið Shirley Valentine eftir Willy Russell sem fjallar um miðaldra húsmóður sem gift var verkamanni. Hún var gjörsamlega búin að fá nóg af lífi sínu þar sem hún bjó í úthverfi borgar, það var orðið ófullnægjandi vægast sagt leiðinlegt.
Lífið gekk út á að koma bóndanum í vinnuna og hjálpa börnunum í gegnum skólann. Yfir daginn kláraði hún skipulega venjubundin verk: Versla í matinn, baka, strauja og elda. Að kveldi fór hún í rúmið, næsta dag fór hún á fætur og sami vanagangurinn hófst á nýjum degi.
Húsmóðirin fór að hugleiða hvað hefði eiginlega komið fyrir sig, henni fannst hún stöðnuð, vera í sama hjólfarinu. Reglulega talaði hún við eldhúsvegginn á meðan hún var að útbúa matinn fyrir eiginmanninn. Dag einn segir hún „Flest okkar eru dáin áður en við deyjum, og það sem drepur okkur er allt þetta ónotaða líf sem við berum með […]

Guð hugsar til þín – Prédikun í Seltjarnarneskirkju 27. desember 2012

Guð hugsar til þín

Gleðilega jólahátíð elskulegu vinkonur og vinir.

Hátíð jólanna er hátíð ljóss og friðar. Á hverju ári á sama tíma erum við minnt á komu Jesús. Við erum minnt á hringrás lífsins, það er e.t.v. réttara að segja að lífið sé eins og spírall, því ekkert verður nákvæmlega eins aftur, þrátt fyrir endurtekningar.

Við upplifum oft sterkar tilfinningar um jólin, vegna þess að jólin eru tími viðkvæmra tilfinninga bæði gleði, saknaðar og eftirsjár. Þess vegna er þessi tími, tími minninga, drauma og vona. Við finnum líka svo vel að Jesú og jólahátíðin eru hluti af lífinu, samofin lífi okkar og tilveru. Þetta er sagan okkar. Saga sem lýsir þrá manneskjunnar að ekki sé allt sem sýnist. Að til sé Guð sem vill það besta fyrir okkur öll og að allt fari vel að endingu.

Í Biblíunni er sagan um Elísabetu frænku Maríu móður Jesús, sem langaði til að eignast barn. Þau hjónin Elísabet og Sakaría voru komin á miðjan aldur þegar hún varð þunguð. Hún var haldin hugarvíli á þessum tíma vegna þess að í margar vikur fann hún ekki fyrir barninu og var farin að örvænta að hún væri í raun þunguð.

Svo var það einn daginn að María þá unglingsstúlka kom óvænt í heimsókn, bankaði á dyrnar, Elísabet bauð Maríu inn sem faðmaði frænku sína og sagði „Elísabet! Til hamingju! Ég hef heyrt yndislegar fréttir, að þú eigir von á barni. Í Lúkasarguðspjalli (1.41) segir: þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar og Elísabet fylltist heilögum anda.

Svona er Guð , fólk kemur inn í líf okkar til þess að lífga við drauma okkar og væntingar, blása lífi í vonir okkar. Þetta eru einstaklingar sem eru jákvæðir og […]

Guð gerir allt nýtt og okkur líka – Prédikun í Seljakirkju 14. október 2012

Í bókinni ÓÐUR LÍFSINS, speki frumbyggja Ameríku, er að finna ýmsan vísdóm um fegurð lífsins, þar stendur m.a.: Í bernsku var mér kennt,“Barnið gott, leiðin til að finna fegurð lífsins er að leita samhljóms í tilverunni. Vertu í samhljómi við allt sem er, og umfram allt, í samhljómi við sjálfa þig. Margt mun drífa á daga þína, sumt gott, annað ekki. – en það eitt að leita sífellt samhljóms verður mótvægi gegn hverjum vanda og færir þér fegurð.“

Við erum sífellt að leita samhljóms í lífinu. Stundum er það svo að okkur reynist erfitt að ljá lífi okkar merkingu. Það kunna að vera ýmsar ástæður fyrir því. Sjálfsmyndin hefur ef til vill krumpast vegna persónulegs áfalls. Við finnum fyrir einmannaleika, depurð, ótta, sektarkennd, reiði,

Við getum átt í erfiðleikum með samskipti, verið undir álagi og streitu allt þetta veldur okkur hugarangri. Við finnum að það hefur eitthvað stíflast innra með okkur. Þegar við erum orðin svo full af hugarangri að örvæntingin er farin að frussa í allar áttir, frussast yfir okkur og aðra þá stöldrum við við og spyrjum: hvernig getum við mætt þessum tilfinningum. Hvað getum við gert best til þess að bregðast við?

Sagan:
Það hafa skiptst á skin og skúrir síðustu vikurnar. Það er alls ekki óvanalegt að það rigni á haustin, enda oft talað um haustrigningar. Svo við þurfum aldeilis ekki að vera hissa eða pirra okkur yfir því að það rigni. Þannig var veðrið um daginn á ósköp venjulegum haustdegi, ekki hundi út sigandi.

Konan og hundurinn virtu þetta orðatiltæki ekki viðlits, ákveðin í að leggja út í veðrið. Hún klæddi sig í pollabuxur fór í regnkápu og gönguskó. Hundurinn dillaði skottinu, sem er félagsleg tjáning, eins og þegar við fólkið tölum saman. Gleðin og […]

Ár yndisleikans – Í Seltjarnarneskirkju 19. janúar 2003

Kæru systur og bræður
Ég óska okkur öllum friðar og farsældar á nýju ári og þakka fyrir gamla árið. Umfjöllunarefni hugleiðingarinnar sem ég ætla að flytja er um Ár yndisleikans. Árið sem nú er að hafið, árið 2003.
Hvað merkir yndisleiki? Nýja íslenska orðabókin segir yndisleika vera ljúfa fegurð. Það að vera ljúf felur í sér að vera mild, blíð eða fús til einhvers. Og að una sér, að eiga unaðsstundir með öðrum og að lifa í yndi er eftirsóknarvert. Til þess að geta lifað í yndi og ljúfri fegurð hlýtur markmið okkar að vera elska til hvers annars í gegnum samskipti. Vinátta Guðs í lífi okkar gefur okkur möguleika. Látum lífið tala, látum vermæt gildi og sannleika leiða okkur til einingar. Segjum við fjölskyldu okkar, vinkonur og vini: Láttu mig vita ef þér líður ekki vel, ert einmanna eða finnst þú vera misskilin. Það veitir mér styrk að vita að ég get hjálpað eða huggað þig, staðið við hliðina á þér. Ég get ekki alltaf lesið hugsanir.

Guð hefur gefið okkur yndislegar gjafir, hæfileika sem við notum til þess að gera líf okkar gott og innihaldsríkt. Við erum svo yndisleg sköpun Guðs. Við leitumst alltaf við að finna ljósið ef hugur og hjarta okkar er dapurt. Í svartasta skammdeginu á síðasta ári, rigndi oft og það var svo mikið myrkur, að við ákváðum að gera eitthvað í því. Við settum upp jólaljósin mun fyrr en tíðkast hefur og þegar við litum yfir borgina glöddumst við í hjarta okkar yfir fegurð ljósanna og birtunni sem þau gáfu okkur. Tilefnið var vissulega jólahátíðin, fæðing Jesú í þennan heim, sem ávallt markar nýtt upphaf, og dögun nýrrar vonar, eins og allar fæðingar barna í þennan heim eru. Yndislegar væntingar og […]