Upplýsingar

Við völdum okkur þessa yfirskrift yfir messuna: Allt er orðið nýtt. Samt kem ég ekki til með að segja neitt nýtt í þessari messu. Ég segi alveg það sama og við segjum í hverri einustu messu og hverju einasta námskeiði sem við höldum saman í Kvennakirkjunni. Við höldum margskonar námskeið og sum þeirra heita: Vertu flott. Mundu að þú ert yndisleg manneskja og vinkona Guðs.
Og á þessum námskeiðum um það hvað við erum yndislegar og frábærar manneskjur förum við að draga það fram sem okkur finnst gera okkur óyndislegar og ófrábærar. Við sækjum dimmar hugsanir okkar inn í hjarta okkar og leggjum þær á borðið, stundum í vetrarmyrkrinu, stundum í vorbirtunni eða sumarsólinni. Við hellum öllu sem við viljum úr huga okkar og biðjum hinar að líta á það með okkur. Þú veist hvernig það er, þótt þú komir aldrei nokkurn tíma á námskeið Kvennakirkjunnar, því hvar sem við erum og hver sem við tölum við erum við öll að einhverju leyti alveg nákvæmlega eins. Ég var hérna í kirkjunni í síðustu viku með þeim sem fylgdu henni Guðbjörgu mömmu hennar Ingibjargar okkar Guðmundsdóttur síðasta spölinn. Við sungum um trú okkar og ég hugsa að við höfum öll fundið að það er svo ótal margt sem við eigum saman í lífinu og dauðanum og upprisunni. Svo gekk ég niður í bæ og fór í bankann. Og þar átti ég það líka sameiginlegt með þeim sem voru þar að standa og bíða eftir gjaldkeranum og fara svo aftur út í miðbæinn sem beið eftir okkur öllum. Ég gekk upp Amtmannsstíginn, fram hjá gamla KFUM og K húsinu og gegnum göturnar þar sem ég ólst upp. Og fann einu sinni enn, eins og á hverjum einasta degi, hvað þessar götur eru góðar og blíðar og trúfastar. Eins og þú átt þitt fólk í bönkunum og búðunum og eins og þú átt göturnar þínar. Hversdagslegt líf okkar verður alltaf nýtt aftur og aftur. Bara við það að ganga út í það, ég á Laugaveginn, þú þar sem þú vilt. Þegar ég kem fyrir hornið á Vitastígnum niður á Laugaveg til að fara í vinnuna er það alltaf nýtt að ganga inn í allt sem er að gerast þar. Það verður nýtt á morgnana og líka aftur og aftur sama daginn. Og samt bærast alla vega hugsanir með mér, suma daga bjartar og aðra daga dimmar. Ég hugsa að það sé eins með þig þegar þú gengur inn til þess sem bíður þín í þínum margvíslegu dögum. Og við skulum tala um það. Af því að það er mitt í hversdögunum sem guðfræðin okkar verður til, samtal okkar við Guð. Um okkur og hin og lífið. Við skulum sækja dimmar hugsanir okkar inn í hjarta okkar. Núna meðan við sitjum saman og njótum nærveru hvert annars. Við segjum aftur og aftur og aftur og aftur og aftur að lífið sé í aðra röndina flókið. Það borgar sig að sjá það. Við verðum öll fyrir hnjaski. Við mætum sorginni. Við missum og hryggjumst, missum fólk, missum vinnuna, missum heilsuna, missum kjarkinn, missum traustið sem við héldum að við myndum alltaf eiga. Það gerist einhvern tíma, eitthvað af þessu, í lífi okkar allra. Við notum svarta sjalið þegar við tölum um það í messunum. Það er ekki hægt að komast hjá svarta sjalinu. Það er hluti af lífinu. Við skulum horfast í augu við það. Og við notum svörtu pokana til að tala um aðrar áhyggjur daganna, þær sem við gætum komist hjá ef við kynnum að hugsa öðru vísi. Það skiptir mestu hvað við hugsum. Og þegar við drífum okkur í að hugsa bjartari og hreinlega skemmtilegri hugsanir verður lífið allt bjartara og skemmtilegra og svörtu pokarnir léttari og miklu, miklu bærilegri. Þú veist það, við vitum það öll. Ég hugsa að við séum misjafnlega svartsýn og misjafnlega glaðvær í skapgerð, en líka þau glaðværu finna að það sem er í svörtu pokunum kemur alltaf aftur. Það kemur aftur þótt það sé óþarfi og þótt við höfum hent því í hinni vikunni. Nú skulum við sjá það einu sinni enn hvort við getum kannski bara hent því. Þú veist hvernig það er. Það kemur alltaf aftur. Það kemur aftur af því að við drögum það alltaf til okkar. Og við drögum það til okkar af því að við erum svoleiðis. Það er bara svoleiðis og við skulum horfast í augu við það. Og við skulum einu sinni enn, eins og við gerðum í síðustu messu og gerum líka í næstu messu, við skulum fara til Guðs. Með svarta sjalið sem er raunveruleg sorg okkar og erfiðleikar. Og með svörtu pokana sem er sorgin og erfiðleikarnir sem við þurfum ekki að burðast með þótt við gerum það. Guð tekur á móti þessu öllu. Hún leiðir okkur gegnum erfiðleikana og út úr þeim og hún breytir óþarflegum áhyggjum okkar aftur og aftur. Hún gerir allt nýtt. Drottinn vakir: Anna Sigga eitt vers og við hin Nú skulum við halda áfram að búa til kvennaguðfræði í dag. Við erum að tala um það í dag að Guð gerir allt nýtt. Við tölum um það af því að hún talar um það. Hún gefur okkur þessi óendanlega glaðlegu skilaboð. Og hún treystir okkur til að taka við þeim og nota þau. Af því að hún treystir okkur til að hjálpa sér við að gera heiminn bjartari. Við höfum talað um svarta kassann, þú veist, þetta sem er inni í okkur eins og flugvélunum, og skráir allt sem við hugsum þótt engin sjái það. Hvernig er svarti kassinn inni í þér? Ég held að hann sé flottur. Alveg svakalega flottur. Af því að þú ert yndisleg manneskja og vinkona eða vinur Guðs. Og hún hefur fyrirgefið þér allt, tekið að sér sorgir þínar og líka fáránlegar og alveg óþarfar biksvartar og gráar hugsanir þínar sem þú ræður engan veginn við á eigin spýtur. Og af því að hún hefur tekið þær að sér geturðu komist í gegnum sorgina og þú getur borið dimmu hugsanirnar og þær skræpóttu og fíflalegu þegar þú getur ekki annað, þú getur borið þær án þess að óttast eða skammast þín fyrir þær. Þær koma og þær fara og Guð hefur sjálf sagt að hún fari ekki að ásaka þig fyrir það. Þess vegna skaltu ekki vera að því heldur. Við höfum talað um að setjast ekki að í erfiðleikunum en ganga út úr þeim. Að verða okkur til skammar án þess að skammast okkar fyrir það. Að hætta að ásaka og hætta að nöldra. Að skrifa okkur skemmtidagskrá og fara eftir henni. Þetta skiptir allt svo miklu máli í því að taka á móti hugmyndum Guðs um að gera allt nýtt. Hún sveipar að okkur svarta sjaldinu og hún tekur það af okkur. Hún gefur okkur nýtt sjal, og við verðum nýjar manneskjur, mildar og máttugar af reynslunni sem við eignuðumst. Nýjar og ennþá flottari. Viltu ekki hugsa þér að þú eigir afmæli í dag. Að þú ætlir að taka á móti nokkrum flottum afmælisgjöfum frá okkur hinum og að það séu afmælisgjafir frá Guði. Af því að það er svoleiðis Ég verð sannast að segja að segja þér að ég pantaði þær. Í tilefni þess að þú kæmir. Af því að úr því að Guð gaf þér flott innihald í svarta kassann inni í þér þá hefurðu pláss fyrir bjartar hugsanir sem breyta heiminum. Með þessum hugsunum tökum við þátt í því með ótal öðrum manneskjum um allan heiminn að gera heiminn betri. Miklu betri. Við fáum hugmyndir. Og tölum um þær. Föðmum þær og kyssum þær á kinnarnar og sendum þær út að til að vera með hinum hugsunum sem koma úr hinum húsunum. Þær eru alla vega, sumar eru alveg eins og voða líkar okkar hugsunum. Sumar er allt öðru vísi og hrekkja stundum okkar hugsanir. En við segjum þeim að vera alveg óhræddar við þær og læra að tala við þær. Það er svona sem kvennaguðfræðin hefur orðið til. Hún er hversdagsguðfræði sem kemur með dýrmætar hugmyndir kristinnar trúar og notar þær hversdags. Við höfum séð margar kvennakirkjukonur koma mörgu merkilegu fram þar sem þær vinna eða þar sem þær beita sér með áhrifum sínum. Og við erum allar svo glaðar yfir því. Það er ekki bara hér í Kvennakirkjunni sem þetta gerist. Það gerist alls staðar þar sem hugmyndir Guðs hafa fengið heimilisfang í hjörtum. Það er með þessum hugmyndum í hjörtum okkar sem við endurnýjum kvennaguðfræði okkar ár eftir ár. Með því að halda uppá það sem við höfum séð að er gott og með því að nota það til að halda áfram. Það er ekki sama framboðið á kvennaguðfræði núna eins og fyrir þrjátíu árum. Af því að þá var hún ný og sagði okkur sem heyrðum hana svo margt sem við höfðum aldrei heyrt áður. Það þarf ennþá meira til að halda áfram með það sem er gott en hætt að vera svo nýtt að við rekum upp öskur af eintómri gleði og getum ekki sofið ef við lesum það eftir klukkan fjögur. Þá var hún eins og undursamlegur vindur sem blé milli heimsálfanna. Núna er hún eins og blíður blærinn sem við þurfum að hlusta eftir til að heyra hann. Og við hlustum í dag eins og alltaf. Við hlustum, heyrum og berum gleði hennar hver til annarar og hvert til annars og förum með hana þangað sem hún breytir í birtu og gleði. Vertu innilega velkomin í messuna í dag og morgunkaffið á eftir. Það er yndislegt að þú ert hérna og ég vona að þú finnir að það er svo miklu betra af því að þú ert hérna og heldur þessa messu. Það er búið að hita kaffi handa þér og systir mín og dætur mínar og vinkonur þeirra bökuðu handa okkur. Af því að okkur langar svo til að þér líði vel og farir heim með flottar hugmyndir sem Guð kom með til að gefa okkur öllum saman og svo nokkrar alveg sérlega handa þér. Þú veist hverjar þær eru, þær sem voru sérsendar handa þér, þú veist hvað það er sem þú þarft svo mikið að fá. Þú ert alltaf velkomin í Kvennakirkjuna, þú sem kemur alltaf og ert stoð og stytta Kvennakirkjunnar og þú sem kemur kannski í fyrsta sinn núna og heldur þessa messu í fyrsta sinn. Sumar okkur koma alltaf og skipuleggja allt fyrir okkur. Og ég keypti afmælisgjöf handa þeim frá okkur öllum. Eitt blóm handa hverri. Handa Öllu og öllum kórnum fyrir að sjá um hljómlistina og sönginn og hittast í hverri viku á söngæfingar. Handa Ásdísi og Elínu fyrir að sjá um svo margt sem við þurfum að gera, handa Elísabetu fyrir að sjá um Fréttabréfið og skrifa blöðunum, handa Guðrúnu fyrir að sjá um peningana okkar, handa Steinunni fyrir að sjá um kvöldköffin eftir messurnar, handa Þóru fyrir að vera með þeim sem sjá um námskeiðin. Þau eru frá okkur öllum. Og hugmyndirnar sem þú færð eru frá Guði. Til hamingju með þær. Sjáðu bara. Allt er orðið nýtt. Við völdum okkur þessa yfirskrift yfir messuna: Allt er orðið nýtt. Samt kem ég ekki til með að segja neitt nýtt í þessari messu. Ég segi alveg það sama og við segjum í hverri einustu messu og hverju einasta námskeiði sem við höldum saman í Kvennakirkjunni. Við höldum margskonar námskeið og sum þeirra heita: Vertu flott. Mundu að þú ert yndisleg manneskja og vinkona Guðs. Og á þessum námskeiðum um það hvað við erum yndislegar og frábærar manneskjur förum við að draga það fram sem okkur finnst gera okkur óyndislegar og ófrábærar. Við sækjum dimmar hugsanir okkar inn í hjarta okkar og leggjum þær á borðið, stundum í vetrarmyrkrinu, stundum í vorbirtunni eða sumarsólinni. Við hellum öllu sem við viljum úr huga okkar og biðjum hinar að líta á það með okkur. Þú veist hvernig það er, þótt þú komir aldrei nokkurn tíma á námskeið Kvennakirkjunnar, því hvar sem við erum og hver sem við tölum við erum við öll að einhverju leyti alveg nákvæmlega eins. Ég var hérna í kirkjunni í síðustu viku með þeim sem fylgdu henni Guðbjörgu mömmu hennar Ingibjargar okkar Guðmundsdóttur síðasta spölinn. Við sungum um trú okkar og ég hugsa að við höfum öll fundið að það er svo ótal margt sem við eigum saman í lífinu og dauðanum og upprisunni. Svo gekk ég niður í bæ og fór í bankann. Og þar átti ég það líka sameiginlegt með þeim sem voru þar að standa og bíða eftir gjaldkeranum og fara svo aftur út í miðbæinn sem beið eftir okkur öllum. Ég gekk upp Amtmannsstíginn, fram hjá gamla KFUM og K húsinu og gegnum göturnar þar sem ég ólst upp. Og fann einu sinni enn, eins og á hverjum einasta degi, hvað þessar götur eru góðar og blíðar og trúfastar. Eins og þú átt þitt fólk í bönkunum og búðunum og eins og þú átt göturnar þínar. Hversdagslegt líf okkar verður alltaf nýtt aftur og aftur. Bara við það að ganga út í það, ég á Laugaveginn, þú þar sem þú vilt. Þegar ég kem fyrir hornið á Vitastígnum niður á Laugaveg til að fara í vinnuna er það alltaf nýtt að ganga inn í allt sem er að gerast þar. Það verður nýtt á morgnana og líka aftur og aftur sama daginn. Og samt bærast alla vega hugsanir með mér, suma daga bjartar og aðra daga dimmar. Ég hugsa að það sé eins með þig þegar þú gengur inn til þess sem bíður þín í þínum margvíslegu dögum. Og við skulum tala um það. Af því að það er mitt í hversdögunum sem guðfræðin okkar verður til, samtal okkar við Guð. Um okkur og hin og lífið. Við skulum sækja dimmar hugsanir okkar inn í hjarta okkar. Núna meðan við sitjum saman og njótum nærveru hvert annars. Við segjum aftur og aftur og aftur og aftur og aftur að lífið sé í aðra röndina flókið. Það borgar sig að sjá það. Við verðum öll fyrir hnjaski. Við mætum sorginni. Við missum og hryggjumst, missum fólk, missum vinnuna, missum heilsuna, missum kjarkinn, missum traustið sem við héldum að við myndum alltaf eiga. Það gerist einhvern tíma, eitthvað af þessu, í lífi okkar allra. Við notum svarta sjalið þegar við tölum um það í messunum. Það er ekki hægt að komast hjá svarta sjalinu. Það er hluti af lífinu. Við skulum horfast í augu við það. Og við notum svörtu pokana til að tala um aðrar áhyggjur daganna, þær sem við gætum komist hjá ef við kynnum að hugsa öðru vísi. Það skiptir mestu hvað við hugsum. Og þegar við drífum okkur í að hugsa bjartari og hreinlega skemmtilegri hugsanir verður lífið allt bjartara og skemmtilegra og svörtu pokarnir léttari og miklu, miklu bærilegri. Þú veist það, við vitum það öll. Ég hugsa að við séum misjafnlega svartsýn og misjafnlega glaðvær í skapgerð, en líka þau glaðværu finna að það sem er í svörtu pokunum kemur alltaf aftur. Það kemur aftur þótt það sé óþarfi og þótt við höfum hent því í hinni vikunni. Nú skulum við sjá það einu sinni enn hvort við getum kannski bara hent því. Þú veist hvernig það er. Það kemur alltaf aftur. Það kemur aftur af því að við drögum það alltaf til okkar. Og við drögum það til okkar af því að við erum svoleiðis. Það er bara svoleiðis og við skulum horfast í augu við það. Og við skulum einu sinni enn, eins og við gerðum í síðustu messu og gerum líka í næstu messu, við skulum fara til Guðs. Með svarta sjalið sem er raunveruleg sorg okkar og erfiðleikar. Og með svörtu pokana sem er sorgin og erfiðleikarnir sem við þurfum ekki að burðast með þótt við gerum það. Guð tekur á móti þessu öllu. Hún leiðir okkur gegnum erfiðleikana og út úr þeim og hún breytir óþarflegum áhyggjum okkar aftur og aftur. Hún gerir allt nýtt. Drottinn vakir: Anna Sigga eitt vers og við hin Nú skulum við halda áfram að búa til kvennaguðfræði í dag. Við erum að tala um það í dag að Guð gerir allt nýtt. Við tölum um það af því að hún talar um það. Hún gefur okkur þessi óendanlega glaðlegu skilaboð. Og hún treystir okkur til að taka við þeim og nota þau. Af því að hún treystir okkur til að hjálpa sér við að gera heiminn bjartari. Við höfum talað um svarta kassann, þú veist, þetta sem er inni í okkur eins og flugvélunum, og skráir allt sem við hugsum þótt engin sjái það. Hvernig er svarti kassinn inni í þér? Ég held að hann sé flottur. Alveg svakalega flottur. Af því að þú ert yndisleg manneskja og vinkona eða vinur Guðs. Og hún hefur fyrirgefið þér allt, tekið að sér sorgir þínar og líka fáránlegar og alveg óþarfar biksvartar og gráar hugsanir þínar sem þú ræður engan veginn við á eigin spýtur. Og af því að hún hefur tekið þær að sér geturðu komist í gegnum sorgina og þú getur borið dimmu hugsanirnar og þær skræpóttu og fíflalegu þegar þú getur ekki annað, þú getur borið þær án þess að óttast eða skammast þín fyrir þær. Þær koma og þær fara og Guð hefur sjálf sagt að hún fari ekki að ásaka þig fyrir það. Þess vegna skaltu ekki vera að því heldur. Við höfum talað um að setjast ekki að í erfiðleikunum en ganga út úr þeim. Að verða okkur til skammar án þess að skammast okkar fyrir það. Að hætta að ásaka og hætta að nöldra. Að skrifa okkur skemmtidagskrá og fara eftir henni. Þetta skiptir allt svo miklu máli í því að taka á móti hugmyndum Guðs um að gera allt nýtt. Hún sveipar að okkur svarta sjaldinu og hún tekur það af okkur. Hún gefur okkur nýtt sjal, og við verðum nýjar manneskjur, mildar og máttugar af reynslunni sem við eignuðumst. Nýjar og ennþá flottari. Viltu ekki hugsa þér að þú eigir afmæli í dag. Að þú ætlir að taka á móti nokkrum flottum afmælisgjöfum frá okkur hinum og að það séu afmælisgjafir frá Guði. Af því að það er svoleiðis Ég verð sannast að segja að segja þér að ég pantaði þær. Í tilefni þess að þú kæmir. Af því að úr því að Guð gaf þér flott innihald í svarta kassann inni í þér þá hefurðu pláss fyrir bjartar hugsanir sem breyta heiminum. Með þessum hugsunum tökum við þátt í því með ótal öðrum manneskjum um allan heiminn að gera heiminn betri. Miklu betri. Við fáum hugmyndir. Og tölum um þær. Föðmum þær og kyssum þær á kinnarnar og sendum þær út að til að vera með hinum hugsunum sem koma úr hinum húsunum. Þær eru alla vega, sumar eru alveg eins og voða líkar okkar hugsunum. Sumar er allt öðru vísi og hrekkja stundum okkar hugsanir. En við segjum þeim að vera alveg óhræddar við þær og læra að tala við þær. Það er svona sem kvennaguðfræðin hefur orðið til. Hún er hversdagsguðfræði sem kemur með dýrmætar hugmyndir kristinnar trúar og notar þær hversdags. Við höfum séð margar kvennakirkjukonur koma mörgu merkilegu fram þar sem þær vinna eða þar sem þær beita sér með áhrifum sínum. Og við erum allar svo glaðar yfir því. Það er ekki bara hér í Kvennakirkjunni sem þetta gerist. Það gerist alls staðar þar sem hugmyndir Guðs hafa fengið heimilisfang í hjörtum. Það er með þessum hugmyndum í hjörtum okkar sem við endurnýjum kvennaguðfræði okkar ár eftir ár. Með því að halda uppá það sem við höfum séð að er gott og með því að nota það til að halda áfram. Það er ekki sama framboðið á kvennaguðfræði núna eins og fyrir þrjátíu árum. Af því að þá var hún ný og sagði okkur sem heyrðum hana svo margt sem við höfðum aldrei heyrt áður. Það þarf ennþá meira til að halda áfram með það sem er gott en hætt að vera svo nýtt að við rekum upp öskur af eintómri gleði og getum ekki sofið ef við lesum það eftir klukkan fjögur. Þá var hún eins og undursamlegur vindur sem blé milli heimsálfanna. Núna er hún eins og blíður blærinn sem við þurfum að hlusta eftir til að heyra hann. Og við hlustum í dag eins og alltaf. Við hlustum, heyrum og berum gleði hennar hver til annarar og hvert til annars og förum með hana þangað sem hún breytir í birtu og gleði. Vertu innilega velkomin í messuna í dag og morgunkaffið á eftir. Það er yndislegt að þú ert hérna og ég vona að þú finnir að það er svo miklu betra af því að þú ert hérna og heldur þessa messu. Það er búið að hita kaffi handa þér og systir mín og dætur mínar og vinkonur þeirra bökuðu handa okkur. Af því að okkur langar svo til að þér líði vel og farir heim með flottar hugmyndir sem Guð kom með til að gefa okkur öllum saman og svo nokkrar alveg sérlega handa þér. Þú veist hverjar þær eru, þær sem voru sérsendar handa þér, þú veist hvað það er sem þú þarft svo mikið að fá. Þú ert alltaf velkomin í Kvennakirkjuna, þú sem kemur alltaf og ert stoð og stytta Kvennakirkjunnar og þú sem kemur kannski í fyrsta sinn núna og heldur þessa messu í fyrsta sinn. Sumar okkur koma alltaf og skipuleggja allt fyrir okkur. Og ég keypti afmælisgjöf handa þeim frá okkur öllum. Eitt blóm handa hverri. Handa Öllu og öllum kórnum fyrir að sjá um hljómlistina og sönginn og hittast í hverri viku á söngæfingar. Handa Ásdísi og Elínu fyrir að sjá um svo margt sem við þurfum að gera, handa Elísabetu fyrir að sjá um Fréttabréfið og skrifa blöðunum, handa Guðrúnu fyrir að sjá um peningana okkar, handa Steinunni fyrir að sjá um kvöldköffin eftir messurnar, handa Þóru fyrir að vera með þeim sem sjá um námskeiðin. Þau eru frá okkur öllum. Og hugmyndirnar sem þú færð eru frá Guði. Til hamingju með þær. Sjáðu bara. Allt er orðið nýtt.