Næsta mánudag, 25. september kl. 16:30 heldur námskeið Kvennakirkjunnar áfram. Þá mun sr. Agnes Sigurðardóttir koma og ræða við okkur um grundvöll trúar okkar og kvennaguðfræði. Námskeiðin eru haldin í húsakynnum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17 og þangað eru þau öll sem áhuga hafa velkomin !