Fyrsta námskeið Kvennakirkjunnar í vetur verður mánudaginn 18. september kl. 16:30 til 19:00.  Til jóla ætlum við að tala um grundvallaratriði guðfræðinnar. Komdu endilega með þínar eigin spurningar og við svörum þeim saman.

Það er nauðsynlegt fyrir okkur að þekkja okkar eigin kristnu guðfræði og ræða hana og skilja eins og við mögulega getum.

Margar af kvenprestum þjóðkirkjunnar eru í Kvennakirkjunni og þær koma til okkar eftir því sem þær geta.

Verum allar innilega velkomnar, njótum samverunnar og förum heim með gleðina sem við gefum hver annarri.