Messa verður í Neskirkju sunnudaginn 12. nóvember klukkan 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó undir sálmasöngnum. Messukaffi í safnaðarheimilinu.

Daginn eftir, mánudaginn 13. nóvember klukkan 16.30, kemur dr. Sigríður Guðmarsdóttir í heimsókn í Þingholtsstræti 17 og fræðir okkur um femínískar áherslur í sálmum nýju Sálmabókarinnar. Öll eru velkomin.