Námskeið Kvennakirkjunnar í febrúar og mars kallast Kynvitund, kynverund og transfólk.  Á þessu námskeiði fáum við tækifæri til að kynnast nýjum hugmyndum sem enn eru lítið kynntar hér.  Þær fjalla um kynvitund og kynverund og fólk sem finnst það hafa fæðst í röngum líkama.  Suður í Þýskalandi er nú mögulegt að bíða með að skrá kynferði barna þar til það kemur í ljós hvers kyns þau eru. Námskeiðið er í Þingholtsstræti 17,  fjögur mánudagskvöld og stendur frá 19.30 til 21 – frá hálf átta til níu um kvöldið og kostar 4000 krónur

Mánudagskvöldin 17. og 24. febrúar
talar dr. Sólveig Anna Bóasdóttir kennari við guðfræðideild HÍ um kynvitund og kynverund og transfólk.

Mánudagskvöldin 3. mars
talar Svandís Anna Sigurðardóttir kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi HÍ. Svandís Anna  ræðir um kynja- og kynhneigðarkerfið, endursköpun á ríkjandi hugmyndum og jaðarsetningu hinsegin fólks, í tengslum við MA ritgerð hennar í kynjafræði þar sem hún gagnrýndi hvernig kynjakerfið byggir upp einungis tvö kyn sem þá útiloka/jaðarsetja trans fólk.
Mánudagskvöldið 10. mars
Ugla Stefanía Jónsdóttir og Örn Danival Kristjánsson frá Trans Ísland segja frá starfsemi félagsins og reynslu sinni af að fara í kynleiðréttingu.

Verum allar innilega velkomnar til þessa góða tækifæristil að kynnast því sem bráðum verður veruleiki hér  sem við þurfum að þekkja.