Kvöldguðþjónusta verður við Kjarvalsstaði 19. júní kl. 20. Kvennakirkjan heldur guðþjónustuna í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar annast guðþjónustuna með séra Arndísi G., Bernhardsdóttur Linn og Elísabetu Þorgeirsdóttur.  Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir syngja.  Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet.

Alexandra Chernyskova óperuaöngkona frumflytur sálm  Hallveigar Thorlacius og Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Fjölbreytt guðþjónusta í bjartri kvöldkyrrðinni.