Janúarnámskeið Kvennakirkjunnar byrja mánudaginn 18. janúar. Þá segir dr. Hrund Scheving Thorsteinsson 
frá þeim stefnum sem eru nú mest ræddar um lífshamingju okkar, svo sem jákvæð sálfræði, núvitund og tilfinningagreind.
 Við fengum innsýn í þessar stefnur fyrir jólin og Hrund ætlar að draga það saman svo að við fáum gott yfirlit
.

Mánudaginn 25. janúar tölum við saman um þetta til að glöggva okkur á því og festa okkur í huga. Við erum að hjálpa hver annarri til að gera okkur grein fyrir umræðunni um lífsgleði okkar sem er víða rædd núna.

Námskeiðin eru frá klukkan 16.30 til 18 í Þingholtsstræti 17. Við borgum 1000 krónur fyrir hvert skipti. Vertu innilega velkomin
, það verður fengur að fá þig með. Þessar samverustundir styrkja okkur í lífsgleðinni.