Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Neskirkju sunnudaginn 10. október kl. 20

Við kynnum nýju bækurnar okkar með biblíuskýringum sem koma volgar úr prentsmiðjunni. Þær heita Kaffihús vinkvenna Guðs. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar.

Við biðjum og syngjum, drekkum kaffi og tölum saman og förum með gleði og frið heim til okkar.