Þetta er framhald úr kaflanum Bænir og ljóð í bók okkar Göngum í hús Guðs.
Þetta er útlegging  Kvennakirkjunnar úr köflum í guðspjöllunum:
Þær sen stjórna eiga að þjóna
og vera eins auðmjúkar
og hver dagur væri fyrsti dagur þeirra í vinnunni.
Þær eiga að þjóna þeim sem þær eiga að stjórna.
Það er bara hægt þegar þær sem þiggja forystuna
vinna með þeim sem veita hana
og meta þær jafn mikils og sjálfar sig.
Allar fá allar upplýsingar sem þeim ber.
Allar eru mildar og máttugar
af því að þær eru vinkonur Guðs.
Blíðar kveðjur,  Auður Eir