Vetrarstarf Kvennakirkjunnar hefst sunnudaginn 12. október klukkan 20 með messu. Staðsetning verður nánar auglýst síðar. Daginn eftir, mánudaginn 13. október klukkan 16.30 hefst vikuleg samvera með söngstund sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir. Samveran fer fram í Kastalagerði 11 í Kópavogi og byggir á samtölum og lestri úr bókinni Kaffihús vinkvenna Guðs undir stjórn séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur en einu sinni í mánuði er söngstund. Hlökkum til að hittast í október. Myndin með fréttinni var tekin í vorferð Kvennakirkjunnar til Vestmannaeyja.