Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar á þessu hausti verður að þessu sinni í Neskirkju sunnudaginn 27. september kl. 20:00. Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikar og kvennakirkjukonur leiða söng og lesa bænir. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórna fallegum sálmasöng. Að athöfninni lokinni drekkum við te og kaffi saman. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðar þakkir.