FINNDU ÞÍNA EIGIN MÖGULEIKA OG NOTAÐU ÞÁ – vert ´ekki að væflast en vertu það sem þú ert

Næsta námskeið Kvennakirkjunnar eru Sex mánudagar með Hrund og Lauru, Öllu, Arndísi og Auði og samtali og samvinnu alls hópsins

Dr. Hrund Scheving Thorsteinsson og Laura Scheving Thorsteinsson eru hjúkrunarfræðingar sem tala um hvernig við getum nýtt okkur í daglegu lífi ýmislegt úr kenningum og hugmyndum um tilfinningagreind, núvitund og jákvæða sálfræði.

Alla er tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar og Arndís og Auður prestar Kvennakirkjunnar þær tala um blessun þess að syngja sálm á dag, þakklætið og samtalið við Guð.

Við tölum svo allar saman um að setja okkur markmið.

Námskeiðið verður í Þingholtsstræti 17  frá klukkan hálf fimm til sex frá  25. janúar til 29. febrúar.  Það er næstum ókeypis – kostar bara 6000 krónur.

Vertu velkomin og við fögnum þér og því sem þú vilt gefa og þiggja.