Fyrirhuguð messa í Öskjuhlíð fellur niður

Í ljósi viðvarana frá veðurfræðingum sem spá gulri viðvörun, grenjandi rigningu og roki  á sunnudag verður fyrirhuguð messa í Öskjuhlíð felld niður.

By |23 ágúst 2019 20:56|Fréttir|

Fyrsta messa Kvennakirkjunnar

Sunnudaginn 25. ágúst klukkan fimm, klukkan 17 höfum við fyrstu messuna okkar í byrjun haustsins.  Við hittumst fyrir framan Perluna og fáum okkur gönguferð um Öskjuhlíðina og stoppum við og við til að syngja og biðja og lesa saman úr Biblíunni og höfum  ofurlitla hugleiðingu einhvers staðar.  Svo förum við í kaffi í Perluna og tölum saman.  Verum allar innilega velkomnar.

By |22 ágúst 2019 20:41|Fréttir|

Messa Kvennakirkjunnar á Kvennadaginn 19. júní

Þann 19. júní verðu messa Kvennakirkjunnar við Kjarvalsstaði klukkan 20. Það verður Söngmessa með Aðalheiði Þorsteinsdóttur og Önnu Sigríði Helgadóttur og prédikun séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |11 júní 2019 22:22|Fréttir|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar 28. apríl kl. 20

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í stofum okkar í Þingholtsstræti 17, 28. apríl kl. 20.  Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng okkar
og við höldum messuna allar saman.
Þær sem sjá sér fært að færa kaffibrauð fá alúðarþakkir

By |20 apríl 2019 12:08|Fréttir|

Námskeið um Kvíðann

Á mánudaginn kemur, 25. mars byrjum við námskeið um kvíðann, þessa yfirþyrmandi ógn aldarinnar.  Við mætum henni núna með samtali um fyrirgefninguna.  Við lesum fyrst bók prestanna í Suður Afríku Mpho og Desmond Tutu en hann var biskup þar.  Svo bröllum við fleira.

Námskeiðið er í stofum okkar á jarðhæð í Þingholtsstræti 17 og hefst klukkan hálf fimm og stendur til sex.  Það verður yndislegt og ókeypis og með kaffi.   Komdu endilega ef þig langar og kemst.

By |24 mars 2019 3:01|Fréttir|

Guðþjónusta í Grensáskirkju

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í mars mánuði verður sunnudagskvöldið 17. mars kl. 20 í Grensáskirkju. Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng okkar. Við komum saman, drekkum saman kaffi og gleðjumst og fögnum.
Þær sem sjá sér fært að færa góðgerðir fá alúðar þakkir

By |12 mars 2019 19:38|Fréttir|

Kvennakirkjan á afmæli! Messa í Neskirkju

Afmælisveisla Kvennakirkjunnar verður í Neskirkju sunnudagskvöldið 17. febrúar kl. 20.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar
Anna Sigríður Helgadóttir syngur sálma
Aðalheiður Þorsteinsdóttir lætur okkur allar syngja

Kaffi á eftir – Þær sem sjá sér fært að færa góðgerðir fá alúðarþakkir

By |15 febrúar 2019 18:45|Fréttir|

Slökun á mánudag

Á fund okkar næst komandi mánudag, 4. febrúar, kemur Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir og kennir okkur að slaka tungunni.  Þetta eru mikil vísindi og heilsubót sem hún segir okkur frá og æfir okkur í.  Komum nú allar sem getum og öflum okkur heilsubótar og gleði af samfundinum.

Þetta er kluklkan hálf fimm í Þingholtsstræti 17 á jarðhæð.  Við hitum kaffi.

By |2 febrúar 2019 22:07|Fréttir|

Persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu kemur í heimsókn í Kvennakirkjuna.

Næstkomandi mánudaginn, 28. janúar  kemur Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem lögfræðingur og persónuvendarfulltrúi Biskupsstofu í heimsókn til okkar í Kvennakirkjuna og fjallar um nýju persónuverndarlögin.  Námskeiðið verður í Þingholtsstrætinu og hefst kl.16:30. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir.

By |26 janúar 2019 21:13|Fréttir|

Guðþjónusta í Hallgrímskirkju sunnudaginn 13. janúar kl.20

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar þetta árið verður í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 13. janúar kl. 20. Séra Yrsa Þórðardóttir predikar og hún og Elín Þöll Þórðardóttir syngja sálma
Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur undir sálmasöng okkar allra
Drekkum kaffi og spjöllum saman. Þær sem sjá sér fært að færa kaffibrauð fá alúðarþakkir

By |8 janúar 2019 19:40|Fréttir|