Elskulegu vinkonur.  Svo sem rétt er og skyldugt höfum við í góðu samráði hver við aðra fellt niður allar samkomur okkar um óákveðinn tíma.  Engar messur, engar mánudagssamverur.  Við tilkynnum þegar úr rætist og við getum aftur hists.  En hvað það verður gaman.  Reynum allar að njóta þessara daga sem gefa okkur tækifæri til að gera eitthvað annað en vanalega eða hvíla okkur bara og horfa út um gluggann.  Við ætlum að lesa Markúsarguðspjall þegar við getum aftur byrjað mánudagssamveruna svo það væri gaman að byrja að lesa það heima.  Biðjum hver fyrir annarri og fyrir öllu okkar frábæra þjóðfélagi.  Kvennakirkjan