19. júnímessan verður ekki núna. Starf Kvennakirkjunnar hefst af fullum krafti í haust þegar september rennur upp svo fagur eins og alltaf. Þá bíða okkur nýútsprungnar bækur sem við bjóðum hver annarri og þeim sem vilja slást í hópinn. Þær eru alveg að renna sér í prentun. Þær eru til að safna okkur til biblíulestra, um Markúsarguðspjall, Postulasöguna og bréfin og Gamla testamentið. Mikið verður gaman. Látum okkur líða vel í sumrinu og hittumst í haust.