Næsti kafli eftir blessunarorðin í bókinni okkar Göngum í hús Guðs eru um máltíð Jesú, kvöldmáltíðina sem Jesús hélt með vinkonum sínum og vinum síðasta kvöldið sem hann var með þeim.
Við ætlum að halda máltíð Jesú saman.
Í kvöld eins og í öllum guðþjónustum okkar minnumst við
krossfestingar Jesú og upprisu.
Við afhendum Guði allar byrðar okkar.
Hún tekur við þeim og frelsar okkur frá þeim.
Hún sem skapaði okkur kom og var Jesús sem frelsar okkur
á hverjum nýjum degi.
Hún frelsar okkur aftur og aftur frá byrðunum
sem við þurfum ekki að bera og
ber með okkur það sem við þurfum að bera.
Ein af bænunum er eftir séra Yrsu Þórðardóttur og byrjar svona:
Guð, við þökkum þér fyrir að bjóða okkur í mat.  
Láttu brauðið og vínið kæta okku og styrkja.