Þetta er úr bókinni okkar Göngum í hús Guðs.
 Kveðjuorðin koma á eftir orðum bænastundanna.  Ein eru svona:
Kvöldið er búið, dagarnir bíða.  Yndislegir af því að Guð er hjá okkur, líka þegar þeir eru erfiðir.  Förum heim með hugrekki og góðar hugmyndir.  Hlökkum til vinnunnar og hlökkum til heimilishaldsins, hvort sem við búum með mörgum eða sjálfum okkur.  Við eigum allar fólk til að annast.  Gerum það vel.   Látum börnin fá að vera með unglingunum og unglingana með okkur og verum með gamla fólkinu sem einu sinni annaðist okkur.
Förum með blessun Guðs sem umvefur okkur í kvöld.  Förum og verum glaðar.  Verum hugrakkar.  Verum mildar og máttugar.  
Önnur eru  úr bók Carolu Mosbach í Þýskalandi,  Traces of heaven:
Heimili okkar er öruggur staður,  þar er hlýtt og bjart og kyrrt.  Með bókum og hljómlist og eldhúsi þar sem við getum talað saman.  Með útsýni út um gluggana svo að sjáum langt í burtu.  Með plássi fyrir fólk og plássi fyrir eitt og annað og annað og eitt og fyrir líf sem er fullt af litum.  
Blíðar kveðjur,  Auður Eir