Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir fæddist í Reykjavík 6. júni 1961.  Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund 1981 og guðfræðipróf frá Háskóla Íslands 1987.  Hún vígðist til  Hríseyjarprestakalls sama ár, 5. júllí 1987.  Hún starfaðii þar til ársins  2014 þegar hún varð héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi  en er nú orðin prestur Kvennakirkjunnar með verkefni hér og víðar í þjóðkirkjunni.

Árið 1995 – 6 nam Hulda kennimannlega guðfræði með sérnám í sjúkrahúsprestþjónustu í Edinborg í Skotlandi og var í starfsnámi í söfnuði skosk anglikönsku kirkjunnar og við sjúkrahús þar.

Hún heffur gegnt fjölmörgum störfum á kristilegu sviði.  Hún var formaður Félags guðfræðinema og ritstjóri Orðsins, blaðs guðfræðinema. Hún var í stjórn ýmissa félaga og meðal annarra starfa var hún í undirbúninsnefnd Kristnitökuafmælisins  árið 2000.  Hún var með öðrum kvennaguðfræðingum hér í Samstarfshópi um kvennaguðfræði og vann þar að starfi Kvennaáratugs kirkna.  Hún hefur sótt mót kvennaguðfræðinga úti um heim og hitt margar af þeim kvennaguðfræðingum sem við lásum bækur eftir í Kvennakirkjunni.  Hulda var í 16 ár í Héraðsnefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis og hefur þjónaði sem settur prófastur.

Biskup Íslands séra Agnes M. Sigurðardóttir hefur falið séra Huldu að starfa sem einn af þremur prestum Kvennakirkjunnar.  Hún mun taka þátt í öllu starfi okkar og taka að sér störf fyrir okkur og alla þjóðkirkjuna sem lúta að starfi gegn ofbeldi í garð kvenna.

Við allar bjóðum séra Huldu innilega velkomna sem prest Kvennakirkjunnar.  Það er gott að fá hana í hópinn.

Séra Hulda fékk við vígslu sína vígslubréf og erindisbréf frá biskupi og starfar samkvæmt því og samkvæmt því samkomulagi sem biskup hefur gert við hana og okkur um starfið í Kvennakirkjunni.

Kirkjan biður okkur nú við upphaf starfs hennar með okkur að minnast orða postulans:

Við biðjum ykkur systur og bræður að sýna þeim viðurkenningu sem erfiða meðal ykkar og veita ykkur forstöðu í Jesú og annast ykkur.  Auðsýnið þeim sérstaka virðingu og kærleika fyrir verk þeirra.  Biðjum samhuga fyrir hinum nýja presti.