Sunnudaginn 8. september klukkan 20 heldur Kvennakirkjan guðþjónustu í Neskirkju við Hagatorg. Í guðþjónustunni setur séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir séra Arndísi G. Bernhardsdóttur Linn í embætti prests Kvennakirkjunnar en þær munu starfa saman sem prestar Kvennakirkjunnar. Séra Arndís prédikar, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.

Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þær sem sjá sér fært að koma með kaffibrauð fá alúðarþakkir.