Kvennakirkjan Kvennakirkjan
  • Forsíða
    • English
    • Français
  • Kvennakirkjan
    • Kvennakirkjan
    • Saga Kvennakirkjunnar
    • Bækur Kvennakirkjunnar
      • Úr Vináttu Guðs
    • Fréttabréf
    • Viltu verða félagskona?
    • Hafa samband
    • Fréttir
    • Á döfinni
  • Kvennaguðfræði
    • Kvennaguðfræði
    • Saga kvennaguðfræðinnar
    • Nýjustu fræðin
  • Dagleg trú
    • Dagleg trú
    • Bænir
    • Fyrirbænir
    • Sálmar
    • Biblían
    • Um Nýja Testamentið
      • Jóhannesarguðspjall
      • Markúsarguðspjall
      • Postulasagan
  • Prédikanir
    • Prédikanir 2020 – 2021
    • Prédikanir 2017 – 2019
    • Prédikanir 2014 – 2016
    • Prédikanir 2011 – 2013
    • Prédikanir 2008 – 2010
    • Prédikanir 2005 – 2007
    • Prédikanir 2002 – 2004
    • Minningarorð

Prédikanir 2020 – 2021

Prédikanir 2020 – 2021Arndis2020-07-13T08:58:20+00:00
  • Allt
  • 2019
  • Prédikanir 2002
  • Prédikanir 2003
  • Prédikanir 2004
  • Prédikanir 2005
  • Prédikanir 2006
  • Prédikanir 2007
  • Prédikanir 2008
  • Prédikanir 2009
  • Prédikanir 2010
  • Prédikanir 2011
  • Prédikanir 2012
  • Prédikanir 2013
  • Prédikanir 2014
  • Prédikanir 2015
  • Prédikanir 2016
  • Prédikanir 2017
  • Prédikanir 2018
  • Prédikanir 2019
  • Prédikanir 2020
Permalink
Gallery

,,Saman með hjálp Guðs“ – Jólahugvekja sr. Huldur Hrannar jólin 2020

Prédikanir 2020

,,Saman með hjálp Guðs“ – Jólahugvekja sr. Huldur Hrannar jólin 2020

Prédikanir 2020

Arndis2020-12-24T10:22:24+00:00

Jólahugleiðing sr. Huldu Hrannar M. Helgadóttur á upptöku sem birtist á fésbókarsíðu Kvennakirkjunnar árið 2020.

 Saman með hjálp Guðs.    

     Elsku Guð: Umvefðu okkur kærleika þínum og nálægð. Opna þú hjörtu okkar og tala þú til okkar, blessaðu okkur þessa stund.  Í Jesú nafni.  Amen. 

     Náð sé með þér og friður frá Guði.

     Því svo elskaði Guð heiminn, því svo elskaði Guð þig og mig, að hún ákvað að setja ekki nefnd í málið heldur gaf einkason sinn  til að hver sem á hana trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh.3:16)  Ást Guðs er mikil okkur til handa.  Og um jól fögnum við fæðingu frelsarans.  Til okkar berst ljómandi dýrð Drottins og orð engilsins frá Betlehemsvöllum sem mælti til hirðanna.  „Sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, yður er í dag frelsari fæddur.”(Lk.2:10-11)   Fögnuður og frelsi eru yndisleg orð.  Og ekki einungis orð heldur gjafir sem okkur eru gefnar af ást Guðs.

     Það var talsvert lagt á Maríu að fá þetta hlutskipti að bera son Guðs í heiminn.  Jesús varð elstur 7 barna hennar.  Ef til vill átti hún fleiri börn en það vitum við ekki .  Alla vega átti hún 4 drengi og tvær stúlkur.  Svo Jesús átti nóg af systkinum.  Svo það má ætla að það hafi oft verið fjör á þeim bæ eins og annars staðar þar sem mörg systkini koma saman og annir miklar.  María var 12-15 ára þegar hún var útvalin til að gegna mikilvægu hlutverki sem ekki var auðvelt, en hún átti trú  á Guð og trú á kraftaverk og andi hennar gladdist í Guði.  Og hún var ekki ein.  Elísabet frænka hennar hafði einnig hlotið blessun, orðið barnshafandi þrátt fyrir að vera hnigin […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju

Prédikanir 2020

Prédikun Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju

Prédikanir 2020

Arndis2020-11-07T19:53:31+00:00

Prédikun Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju 27. september 2020 í Guðsþjónustu Kvennakirkjunnar.

Róm 3:23, Matt.5:48, Jóh.3:7,

Náð sé með yður og friður frá Guði.

Stundum skilur maður ekkert í Biblíunni. Og er það enginn furða því þar er talað m.a. um liðna atburði sem eru um leið sístæðir og inn í annan samtíma, og notuð voru þrjú tungumál til að skrifa hana.  Það eru margir staðir í Biblíunni sem ég hef ekki skilið í gegnum árin en síðan hefur maður komist til vits og þroska,  kynnt sér menningararfleifðir, rýnt í guðfræði og þá sérstaklega kvennaguðfræði og textarnir hafa lokist upp.

Svo var farið um textana í Rómverjabréfinu og Matteusarguðspjalli.  Annars vegar eru það orð Páls og hins vegar orð Jesú.  Þessir textar virðast vera á ská og skjön.  Annas vegar segir Páll að allir hafi syndgað og skorti Guðs dýrð og hins vegar segir Jesú okkur að vera fullkomin.  Alveg frá ég var barn hef ég ekki skilið samhengi þessi texta að fullu svo nú ákvað ég að gefa mér tíma til rýna betur í þá og horfða þá sérstakleg til orða Jesú.  Ég hef aldrei getað gleypt það hrátt að Jesús hafi ýjað að fullkomnunaráráttu.

Þegar ég fór að skoða orð Jesú nánar þá kom auðvitað annað í ljós.  Engin fullkomunarárátta.  Það er þannig mál með vexti að Nýja textamentið er þýtt úr grísku.  Og Jesú talaði arameisku sem var tungumálið m.a. í Ísrael (Abraham var frá Armeníu).  Orðið sem þýtt er fullkomin merkir svipað á grísku og arameisku, að vera þroskuð eða heil.  Við eigum að þroskast og vaxa og verða heilar.  Svo kemur þetta með föðurinn.  Jesús notaði ekki orðið faðir heldur orð á arameisku sem getur merkt foreldri eða skapari (stofnandi) og er kynlaust orð.  […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Ræða sr. Auðar Eir við útiguðsþjónustu við Kjarvalstaði 19. júní 2020

Prédikanir 2020

Ræða sr. Auðar Eir við útiguðsþjónustu við Kjarvalstaði 19. júní 2020

Prédikanir 2020

Arndis2020-06-23T16:16:18+00:00

Ræða á 19. júní við Kjarvalsstaði – Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Smásaga í upphafi:  Ég sat í hádegisverði í miðbænum með vinkonum mínum og konur sátu við öll hin borðin en eitt var laust.  Þá kom tignarleg kona og settist þar, ég vissi að hún var íslensk og nýlega gift útlendum manni í hárri stöðu við alþjóðafyrirtæki.  Allar konurnar við öll borðin risu á fætur og fóru til hennar.  Allar nema ég auðvitað sem þekkti hana ekki.  En sagan er um það að ég fylltist undarlegum tilfinningum sem ég veit ekki hverjar voru, kannski varð ég einmana, kannski fannst mér lífsstíll þeirra ógna mér eða kannski fannst mér eitthvað annað.  Sagan búin og geymd til að segja meira um á eftir.

Ég ætla að tala um tilfinningar.  Ekki almennt og ekki um fólk úti í heimi eða úti í bæ.  Bara okkar.  Og biðja þig elskulegast að halda þessa predikun með mér.   Mér finnst við verða að halda ræðuna saman  um þetta merkilega viðfangsefni, tilfinningar sjálfra okkar.

Fólk er að tala um kvíðann.  Ert þú kvíðin?  Stundum hugsa ég.  Eins og ég líka og líklega allar hinar.  Svona rétt umyrðalaust ætla ég stinga upp á öðru heiti um kvíðann.  Hvað finnst þér um að kalla hann lífsótta? 

Þá er hann einfaldlega óttinn við lífið, alla vega og óútreiknanlegt lífið.  Þessi kvíði hefur alltaf verið til og fólk skrifaði mikið um hann í Biblíunni.  Það gerist alltaf svo margt sem ætti ekki að gerast.  Skyldi ekki sagan sem ég sagði fyrst vera hluti af honum?  Er hann ekki líka ótti við ýmsa smávægilega atburði sem gerast aftur og aftur í daglegu lífi okkar?  Finnst þér betra fyrir þig að gera þér einhverja grein fyrir tilfinningunum um lífið?  Finnst þér það?  Skyldi það vera að ef við gerum okkur grein fyrir smáa óttanum getum við heldur skár ráðið við mikla óttann?  Hugsum um það meðan […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun sr. Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju í febrúar 2020

Prédikanir 2020

Prédikun sr. Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju í febrúar 2020

Prédikanir 2020

Arndis2020-04-18T13:50:24+00:00

Týnd drakma Lk.15:8-10

Predikun í Kvennakirkjunni Neskirkju 16.02.20

Afmæli Kvennakirkjunnar 27 ára

Bæn:  Elsku Guð þakka þér fyrir gleði þína og ást.  Gefðu okkur hugrekki og trú á þig og hjálp þína.  Endurnýjaðu okkur.  Amen.

Náð sé með ykkur og friður frá Guði.

Hvað vitum við og hvað ekki?  Hvað hefur okkur verið sagt og hvað ekki?

Þegar við skoðum Biblíuna þá lesum við sögur í G.t. af hetjum, kvenhetjum eins og Rut, Ester, Debóru og Júdit.  En á tímum N.t. þegar Jesús gengur um stræti og torg er þeim ekki til að dreif.  Við lesturinn, sjáum við sveiflur eftir tímabilum í afstöðunni til kvenna og réttinda þeirra eins og t.d. í Dómarabókinni.

Ef við skoðum Lúkasarguðspjall sérstaklega sem er 24 kaflar,  þá eru hvorki meira né minna en 27 sögur þar sem Jesús segir sögur sem tala annars vegar til karla og hins vegar til kvenna.  Einn af þessum textum var lesinn hér áðan um týndu drökmuna.  Á undan henni fór lík saga um karlinn sem fann týnda sauðinn.  Þeirri sögu hefur verið haldið meira á lofti en sögunni um drökmuna.  Já Jesús talaði bæði til kvenna og karla með því að taka dæmi úr reynsluheimi beggja kynja og líkja Guði við bæði kynin.

Og ef við bregðum fyrir okkur nútíma viðskiptafræðilegu málfari þá markaðsetti Jesú fagnaðarerindið bæði fyrir konur sem karla.  Er ekki dásamlegt að heyra þetta?  Og er ekki stórundarlegt í þessu ljósi að einhverjum hafi dottið í hug að draga í efa jafnréttið í guðspjöllunum og spyrja sig þeirra fáránlegu spurningar hvort konur hafi verið í lærisveinahópi Jesú?  Er það nú líklegt að Jesús hafi verið að taka dæmi úr reynsluheimi kvenna fyrir karlana?  Nei ég held að það segi sig sjálf að hann hafi verið að tala við  […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Huldu Hrannar í Grensáskirkju í mars 2019

Prédikanir 2019

Prédikun Huldu Hrannar í Grensáskirkju í mars 2019

Prédikanir 2019

Arndis2020-04-18T13:47:27+00:00

Kærleikurinn

Predikun í Kvennakirkjunni – Grensáskirkju 17 mars 2019

I.Kor.13:1,13

 

Við skulum biðja:

Elsku Guð, við biðjum þig um að umfaðma okkur með kærleika þínum.  Kom þú til okkar.  Opna þú hjörtu okkar svo við séum fær að taka á móti  lífgefandi afli kærleikans. Láttu kærleik þinn vinna sitt verk svo að vonin og trúin sé sterk.  Í Jesú nafni.  Amen.

Náð sé með yður og friður frá Guði.

Ég ætla að íhuga um stund kærleikann og leitast við að kafa dýpra í merkingu hans og hvernig hann getur haft áhrif inn í líf okkar.  Það er þörf á að efla kærleikann með því að taka hann til umfjöllunar og dýpka skilning okkar á honum.   E.t.v. er einnig þörf á að spyrja sig hvort við séum á flótta frá kærleikanum þó við séum á sama tíma að leita að mennsku okkar.  Kærleikann er hægt að nota sem hugmyndafræði. Kærleikur Guðs hefur áhrif á okkur og umfaðmar okkur og hefur heilsusamleg áhrif, því kærleikurinn og ástin er læknandi afl, opnandi og lækkar varnarmúrana,

Kærleikurinn er nefnilega afl.  Komið frá Guði.  Því uppspretta kærleikans er hjá Guði.

Eins og segir í I. Jóhannesarbréfi: 
„Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar.“ (I.Jóh.4:10)

Já Guð er miskunnsamur og elskar okkur, hvert og eitt (hverja og eina).  Í því liggja gæði okkar.

En hvaða mynd höfum við af kærleikanum?  Hann hefur stundum verið okkur konum fjötur um fót þar sem það hefur verið ætlast til þess að við værum svo góðar og kærleiksríkar.  Og oftar en ekki höfuð við fengið skakka mynd af honum.

Ég veit ekki hvernig þú túlkar kærleikann en stundum hef ég á tilfinningunni að sumir túlki orðið þannig að það merki að […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun séra Auðar Eir 29. desember 2019 í Háteigskirkju

Prédikanir 2019

Prédikun séra Auðar Eir 29. desember 2019 í Háteigskirkju

Prédikanir 2019

Arndis2020-01-07T19:39:56+00:00

Háteigskirkja, sunnudagskvöldið 29 .desember 2019

Einu sinni enn heyrum við undursamlegt jólaguðspjallið um samtal Maríu við engilinn, ferð Maríu og Jósefs til Betlehem, fæðingu Jesú í fjárhúsinu, englasönginn hjá hirðunum og komu vitringanna frá Austurlöndum.  Einu sinni enn fyllumst við gleði og friði.

Heyrum líka formálann.  Hann stendur í öllu Gamla testamentinu og er um sköpun heimsins og vandræði hans um allar aldir, stríðin og kvenfyrirlitniguna en líka um ómælda ást Guðs sem var alltaf með fólki sínu í einu og öllu.  Hún ákvað að koma sjálf.  Ég kem bráðum, sagði hún og gef ykkur frið.  Þá verða öll hermannastígvél brennd og heima hjá ykkur er djúpur friður og smábörnin leika sér við góð og blíð dýr sem eru hætt að vera vond og hættuleg.

Svo kom Guð.   Hún kom og var Jesús.  Fæddur af Maíu og heilögum anda.  Lúkas og Matteus segja söguna, Markús segir frá upphafi starfsins og Jóhannes segir:  Í upphafi var Orðið og Orðið var Guð sem kom og var manneskja eins og við.  

Það er rifist um sögurnar um fæðinguna og líka um Orðið sem varð Jesús.  Það er hnakkrifist um það að Jesús var alltaf til og var alltaf Guð og heilagur andi.  Ég steig niður af himni, sagði hann sjálfur og við trúum því af því að hann sagði það.  Við skiljum það ekki.  Engin skilja það en við trúum því.  

Það breytir öllu lífi okkar að Guð varð ein af okkur.  Við sem viljum segjum að hún sé vinkona okkar.  Þær  sem kæra sig  ekki um að segja það segja það ekki.  En við játum allar að Guð kom eins og jólaguðspjallið segir.

Þess vegna getum við talað við Guð um allt sem liggur okkur á hjarta.  Hún steig niður og til okkar.  Hún heyrir alltaf og hjálpar alltaf.   Hún breytir huga okkar.  Hún tekur frá okkur hugsanirnar sem eru okkur svo erfiðar að þær […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17

2019

Prédikun í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17

2019

Arndis2019-11-13T19:11:55+00:00

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Predikun í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17

sunnudagskvöldið 19. október 2019

 

Kristín las fyrir okkur úr 25. kafla Matteusar um meyjarniar tíu.  Nú skulum hlusta á útskýringarnar sem Elizabeth Cady Stanton skrifaði í Kvennabiblíuna sem kom út 1895 og 1898.  Kvennabiblían er útskýringar á köflum um konur í Biblíunni og hún er undristaða kvennaguðfræðinnar sem við höfum lesið saman öll okkar ár.

Elizabeth var konan sem stofnaði fyrstu kvenréttindasamtök Bandaríkjanna.  Hún og vinkona hennar Lucretia Mott stofnuðu samtökin árið 1848.  Lucretia var prestur kvekara og frábær kona.  Elizabeth var alla ævi forystukona.  Pabbi hennar var lögfræðingur og Elizabeth vann á lögfræðistofu hans en fékk ekki frekar en aðrar konur að læra lögfræði í skólum þótt konur væru komnar til mennta á mörgum sviðum. En hún lærði lögfræði á skrifstofunni og hét að helga líf sitt því að berjast fyrir réttlæti kvenna sem voru fótum troðnar og bjuggu við hörmulegt óréttlæti laganna.  Hópur lærðra kvenna vann með henni að Kvennabiblíunni og ein, Júlía Smith þýddi Biblíuna úr hebresku og grísku.   Starfshópurinn er vitni um að konur voru komnar til mennta. Öðrum menntakonum var boðið að taka þátt í þýðingunni en þær höfnuðu boðinu og töldu að frami þeirra myndi skaðast af samvinnunni.  Sem var ugglaust laukrétt.  Elizabeth sagði að það væri búið að segja svo mikið um ofbeldi Biblíunnar gagnvart konum að nú yrðu þær sjálfar að gá hvað væri satt í því.

Sagan um stúlkurnar tíu er um mikla skrúðgöngu brúðhjóna og þeirra sem var boðið í brúðkaupið. Þeim var boðið öllum stúlkunum tíu sem sagan segir frá..  Fimm voru tilbúnar til að fara í brúðkaupið en fimm voru það ekki.  Það dróst fram að miðnætti að brúðhjónin kæmu og stúlkurnar voru allar orðnar þreyttar og sofnuðu þegar það dróst að boðið byrjaði.  Þegar þær vöknuðu var slokknað á […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Auðar Eir í afmælisguðþjónustu í Neskirkju 29. september 2019

2019, Prédikanir 2019

Prédikun Auðar Eir í afmælisguðþjónustu í Neskirkju 29. september 2019

2019, Prédikanir 2019

Arndis2019-10-15T16:00:46+00:00

Ég æta að segja þér sögu.  Einu sinni týndi ég litlu brúnu töskunni minni með kortunum, lyklunum og símanum.  Óhuggulegt.  Einhver gætu verið farin að eyða af kortunum mínum og hringja úr símanum og komið og opnað húsið mitt um miðja nótt.  Svona getur lífið verið og ég segi þér framhandið á eftir.

Ég á afmæli í dag, 45 ára vígsluafmæli.  Takk fyrir hátíðahöld kvöldsins. Þetta er yndislegt kvöld og ég hef hlakkað svo til að vera hérna með ykkur.   Dagarnir fyrir og eftir prestvísluna  fyrir 45 árum voru  baráttudagar en ekki bara baráttudagar heldur mörg baráttuár. Það tók allt líf mitt og líka dætra minna  og Þórðar mannsins míns því ég var alltaf með hugann við baráttuna. Það gat ekki verið öðruvísi  og  það var líka svona í öðrum löndum.  En nú er stríðið unnið og við skulum gleðjast.

Það er flókið að bjóðast til að vera prestur því fólk hefur alla vega hugmyndir og ræður yfir okkur sem bjóðum okkur fram.  Sum vilja hávaxna presta en sum lágvaxna, sum fjölskyldur en sum einhleypt fólk, sum vilja fólk sem kann eitthvað annað en guðfræði en sum vilja fólk sem fer ekki að skipta sér af neinu  og svo framvegis og svo framvegis fram með öllum götum.

En Lúter var ekkert að vesenast í þvíessu.   Hann sagði að prestar hefðu það aleina hlutverk að boða Orðið.  Það væri nefnilega réttur alls kristins fólks að fá alltaf að heyra Orðið .  Af því að Orðið gæfi frelsi og réttlæti, gleði og kjark hvern einasta dag.

Nú sjáum við hér hjá okkur og heyrum frá gjörvöllum Vesturlöndum að fólk vill alls ekki koma í kirkju. Það verður fólk að ákveða sjálft.  Lúter sagði að við skyldum endilega koma í […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Auðar Eir í febrúarmessu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Prédikanir 2019

Prédikun Auðar Eir í febrúarmessu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Prédikanir 2019

Arndis2019-03-12T20:00:18+00:00

Innilega til hamingju með afmælið okkar á fimmtudaginn, 14. febrúar.  Við erum nú búnar að vera saman í 26 ár og það hefur verið yndislegt og heldur því áfram.  Í kvöld eins og í öllum messum tölum við um Guð og okkur.

Ég ætla að segja þér tvær smásögur til af reifa málið.  Fyrri er svona:  Ég fór á bensínstöð.  Maðurinn kom og dældi fyrir mig og við spjölluðum saman og ég spjallaði líka við konuna sem tók á móti borguninni.  Sögulok. Hin sagan er svona:  Svo fór ég í bankann og konan þar gerði upp reikningana fyrir mig og svo spjölluðum við örlítð. Sagan búin.

 Ég hugsaði með mér að þessar manneskjur væru andlit þessara miklu fyrirtækja.  Það eru þær sem við hittum og eru miklu mikilvægari fyrir okkur en fólkð sem situr á skrifstofunum og stjórnar öllu og við höfum aldrei séð.  Samt þarf að stjórna þessu öllu því það þarf alltaf bæði manneskjur sem hafa yfirlit og framkvæmdir fyrir allar deildir og þær sem sjá um verkin á sínum stöðum

Þessar smásögur leiða til þess að tala um Guð og okkur.  Guð gerir nefnilega hvort tveggja, að vera á staðnum og sjá svo um allt.  Hún á heiminn og er þar alltaf í eigin persónu. Bara alltaf til viðtals og hjálpar.  Það er dásamlegt og við skulum hugsa meira um það.

Finnst þér það ekki stórkostlegt að eiga alltaf aðgang að henni sem stjórnar þessu stóra fyrirtæki þar sem milljónir vinna.  Og hafa það starf að hafa áhrif á aðrar milljónir.  Og að hún skuli vera í afgreiðslunni.  Og að hún skuli vera vinkona þín?

Við skulum tala um það í kvöld hver hún er.  Hver er Guð?  Og hverjar erum við sem erum vinkonur hennar?

Þótt hún […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Auðar Eir í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018

Prédikanir 2018

Prédikun Auðar Eir í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018

Prédikanir 2018

Arndis2018-12-16T18:43:52+00:00

Predikun í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018

Ég var að hugsa um að tala um fullveldð og umræður þessara daga.  Bara eitt í umræðunni.  Bara eitt.  Við getum talað saman um þetta allt og við erum áreiðanlega sammála um margt og ósammála um annað.  Það er svo prýðilegt eins og  ævinlega að víkka sjónarmiðin.

Eg ætla að tala um umtalið um okkar eigin persónulega fullveldi.  Það er talað aftur og aftur um þjóðkjörið fólk sem sé meira en við venjulegar ókjörnar manneskjurnar.  Ég held ekki að það sé rétt.

Við skiptumst ekki í tvo flokka.  Við erum öll þjóðkjörin og fullvalda og berum öll ábyrgð á fullveldi okkar.  Það er alveg satt að margt fólk, þjóðkjörið og ráðiið til starfa þarf að taka ákvarðinar um margt sem við hin þurfum ekki.  Þau þurfa að koma fram þar sem við þurfum ekki að vera og lýsa yfir skoðunum sem við þurfum ekki.  En ábyrgðin sem þau bera er ábyrgð okkar allra.

Þegar þeim tekst vel er það af því að okkur tekst vel í því að vera fullvalda einstaklingar í fullvalda þjóð.  Þau eru hluti af okkur öllum í kringum sig.

Það verða alltaf deilur um ákvarðanir og framkvæmdir. Það var deilt um ákvörðunina um fullveldið 1918.  Og um lýðveldið 1944.  Og um Atlandshafsbandalagið og um Evrópusambandið.  Það er sífellt deilt um launakjör.  Og um velferðarmál og um skólamál.  Við gefumst stundum upp á að hafa einbeittar skoðanir á þessu öllu og felum það fólkinu sem hefur fallist á að hafa skoðanir og framkvæmdir.  Sumum treystii ég og öðrum treystir þú.  Þetta er svo alvanalegt eins og maðurinn á Akranesi sagði alltaf.

En við erum öll fullvalda og jafn fullvalda og þau sem við kusum eða treystum.  Þau mótast af skoðunum okkar […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Gleðin – Prédikun flutt í Breiðholtskirkju 18. nóvember 2018

Prédikanir 2018

Gleðin – Prédikun flutt í Breiðholtskirkju 18. nóvember 2018

Prédikanir 2018

Arndis2018-12-16T18:24:45+00:00

Gleðin predikun í Breiðholtskirkju 18.11.18, Neh.8:1-12

Bæn:  Elsku Guð, þakka þér fyrir að þú frelsar okkur, þakka þér fyrir gleði þína. Við biðjum þig um að gefa okkur fullt af gleði í frelsinu.  Í Jesú nafni.  Amen.

Náð sé með yður og friður frá Guði.

Ég ætla að gera gleðina að umtalsefni.  Og ekki bara einhverja gleði heldur gleði Guðs.  Í Esekíel segir að gleði Guðs sé styrkur okkar.  Það er bara ekkert annað!  Ég er viss um að við hefðum getað talið upp flest annað sem væri styrkur okkar en gleðin t.d. hvað við erum skemmtilegar, skrifum vel, færar í fótbolta eða hverjir allir þessir eiginleikar og hæfileikar eru nú.  Því hefur verið haldið fram að við Lútheranar séum nú ekki svo glaðleg, þar sem við höfum víst tilhneigingu til að hanga meira í syndinni frekar en að lifa frelsinu.  Líklegast er eitthvað til í því.  Sjaldan er gleðin er hafin upp til vegs og virðingar í kirkjunni og er ein ástæðan sú að fólkið í söfnuðunum er á mismunandi stað í lífinu og alltaf eru einhverjir sem syrgja og eiga erfitt og á þeim tímapunkti erum við e.t.v. ekki tilbúin í gleðiumræðu.  Ég man þó til þess að gleðin hafi verið gerð af áhersluefni eitt árið innan kirkjunnar.

En gleðin kemur víða við í Biblíunni.  Og áhugavert finnst mér að sjá í Biblíunni að á gleðitímum brustu konur í gleðidans eins og t.d. spákonan Miriam.  Dans kemur víða við í Biblíunni og dans hefur sinn tíma.  Maður les jafnvel að karlar hafi dansað með miklum tilþrifum.  Við ættum ef til vill oftar að bresta í dans líkt og konurnar í Biblíunni því dansinn getur verið bæði tákn gleði og frelsis.  Já að lifa frelsinu sem Guð gefur […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun í Seltjarnarneskirkju 21. október 2018 – Auður Eir

Prédikanir 2018

Prédikun í Seltjarnarneskirkju 21. október 2018 – Auður Eir

Prédikanir 2018

Arndis2018-11-18T09:31:00+00:00

Pédikun í Seltjarnarneskirkja 21. október 2018. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flutti

Við erum að tala um sjálfstraustið þessa dagana í Kvennakirkjunni.  Auðvitað erum við alltaf að tala um sjálfstraustið því við erum sammála um að kristin trú boði okkur að við eigum að hafa trú á sjálfum okkur.  Guð þarf á því að halda að við  treystum sjálfum okkur.  Af því að hún þarf á okkur að halda í baráttu sinni fyrir heiminum sem hún skapaði og á og elskar.  Og af því að hún elskar okkur og vill okkur allt það besta.  Hún vill að okkur líði vel.  Treystum Guði svo að við treystum sjálfum okkur,  öðrum og lífinu segjum við í kvennaguðfræði okkar.

Ég kem með þessa þrjá poka sem ég set á mitt gólfið.  Þeir eru fullir af sjálfstrausti.  Í þessum fyrsta er þetta brothætta glas og litli rauði klúturinn sem er einn af þeim sem við gáfum hver annarri í einni messunni til að fara heim með og minna okkur á litríka gleði kristinnar trúar.  Þetta er til að segja okkur að það er betra að eiga mjúkt sjálfstraust sem réttir úr sér þegar það  bögglast heldur en að eiga glerfínt sjálfstraust sem brotnar þegar það  verður fyrir áfalli.

Í miðpokanum eru uppástungur um það hvað ræðst á sjálfstraust okkar aftur og aftur.  Mér finnst ég pödduleg þegar  ég rifja upp mínar hugsanir um það.  En ég ætla samt að gera það.  Það er tilfinning fyrir því að annað fólk sé flottara en ég.  Skelfilega pöddulegt.  Og að mér hafi mistekist svo svakalega margt.  Hvort tveggja er alveg satt.  Þó það nú væri.  Margt fólk stendur mér auðvitað miklu miklu framar og mér hefur mistekist ýmislegt.   Það er satt en ekki gagnlegt að […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun í Laugarneskirkju í september – Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikaði

Prédikanir 2018

Prédikun í Laugarneskirkju í september – Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikaði

Prédikanir 2018

Arndis2018-11-18T08:58:36+00:00

Prédikun í Laugarneskirkju í september – Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikaðiþ

Náð sé með yður og friður frá Guði.  Amen.

Ég ætla að byrja á því að segja ykkur skemmtisögu:

Ég sat á hjóli í ræktinni og hreyfði mig ekki.  Sat bara og hélt í stýrið og horfði fram fyrir mig.

Karl sem var líka í ræktinni, fannst þetta furðulegt að ég skyldi ekki hjóla fyrst ég var komin á hjólið.

Hann spurði af forvitni:  ”Af hverju situr þú á hjólinu og hjólar ekkert?”

”Ég er að fara niður brekku, viltu far?”

Já það er gott að taka lífið ekki of alvarlega og geta slegið á létta strengi, já að geta staldrað við og einnig að geta leikið sér.

Ég vona að þið hafið komið vel undan sumri andlega, þrátt fyrir dumbungsveðrið.  Það er blessun hvað haustið hefur verið gott þó nú sé farið að kólna all hressilega.  Við höfum fengið að njóta nú í haust litadýrð blómanna sem hafa glatt augað og fjöllin hafa birst okkur í allri sinni fegurð.

Veðurfarið hefur áhrif á okkur.  Lítil sól getur leitt til d-vitamíns skorts og drunga í sinni.  Ég hef tekið eftir því í prestsstarfinu að sólarlítil sumur hafa leitt til aukins þunga og andlegrar vanlíðan um veturinn.  En þá er um að gera að bæta sér sólarleysið upp með d-vitamíni og jafnvel bregða sér til sólarlanda.  Því við þörfnumst birtu og yls bæði hið ytra sem innra og að hafa lífið í litum – það gleður sinnið.  Svo er nú magnesíumið gott m.a. fyrir geðið.  En við erum ólík mannanna börn og sum hafa nóg af vítamínum meðan önnur þurfa að bæta sér upp skort.  Það er sláandi til þess að vita að um 33%  fólks í heiminum líður næringarskort (offita er meðtalin). Ekkert […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Huldu Hrönn M Helgadóttur í innsetningu í Hallgrímskirkju

Prédikanir 2018

Prédikun Huldu Hrönn M Helgadóttur í innsetningu í Hallgrímskirkju

Prédikanir 2018

Arndis2018-04-11T21:25:16+00:00

Prédikun Huldu Hrönn M Helgdóttur ,,Gestrisni og samstaða“ út frá texta Rómverjabréfs 12.13 í innsetningarmessu hennar til Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju 18. mars 2018

Náð sé með ykkur og friður frá Guði.

Það er ánægjulegt að koma til Kvennakirkjunnar og fá að þjóna hér saman meðal skapandi kvenna sem stunda kvennaguðfræði.  Það er spennandi og skemmtilegt að iðka þau fræði saman og opna glugga fyrir straumum Heilagrar andar sem endurnýjar, lífgar og blessar.

Í dag ætla ég að tala við ykkur um gestrisni og samstöðu.  Það hefur verið sagt að þetta séu ein helstu einkenni kristins fólks.  En tímarnir breytast og mennirnir með og nú er tekist á um það hversu gestrisin við eigum að vera og hversu mikil samstaða okkar eigi að vera.

Í Biblíunni erum við hvött til að sýna gestrisni.  Í Rómverjabréfinu segir:  „Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.“ (Róm.12:13)

Gestrisnin hefur margar hliðar.   Hún hefur haft þrönga skilgreiningu sbr. þegar þú tekur á móti einhverjum heima hjá þér eða býður einhverjum heim til þín að borða.  En við þurfum að skilgreina gestrisni víðar,  því hún er svo mikið meira, því hún er einnig innri gestrisni, sem kemur frá hjarta þínu.  Hvernig sýnir þú þína innri gestrisni?  Ert þú t.d. gestrisin gagnvart þeim sem eiga erfitt  eða þeim sem ganga þér við hlið í daglega lífinu?

Gestrisni er vinsemd, hún er að deila hvert með öðru, og nú á dögum eigum við víst erfitt með það segja þau sem vinna í kærleiksþjónustunni:   Gestrisni er það hvernig við tengjumst hvert öðru í því samfélagi sem lifum og hrærumst í.  Gestrisni felur í sér virðingu gagnvart hvort öðru, þótt við séum ólík innbyrðis,  og viðurkenna ófullkomleika okkar sjálfra og annarra.  Gestrisni er að opna hjörtu okkar og dyr fyrir þeim […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun í Kvennakirkjunni í Seltjarnarneskirkju janúar 2018

Prédikanir 2018

Prédikun í Kvennakirkjunni í Seltjarnarneskirkju janúar 2018

Prédikanir 2018

Arndis2018-11-18T09:05:12+00:00

Prédikun Sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni í janúar 2018 í Seltjarnarneskirkju

Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.

Hvernig gekk þér að læra margföldunartöfluna þegar þú varst barn ? Mannsu kannski eftir því að hafa þulið upp romsuna – einu sinni einn eru einn, einu sinni tveir eru tveir… og ertu kannski eins og ég að þurfa að byrja á , 5 sinnum 5 eða 6 sinnum 6 eða 7 sinnum 7 til að geta fikrað þig upp eftir talna rununni. Og svo þegar níu sinnum níu eru

orðnir 81 og tíu sinnum tíu 100 fer að sirta í álinn og eftir það þarf að sækja reiknivélina – eða draga upp síman eins og er auðveldast. í dag

Margföldunartaflan fer eftir ákveðnum lögmálum – ekki kannski náttúrulögmálum en hún hefur reglubuninn rythma og er óskaplega fyrirsjáanleg.

Það er Margföldun sem er til umræðu í Biblíutextanum sem við heyrðum hér áðan.

En það er ekki margföldun eins og við þekkjum hana – það er margföldun af allt annarri stærðargráðu en við , þú og ég gætum nokkurn tíman lært utanbókar – enda lítur hún ekki sömu lögmálum og margföldunartaflan.

Nú veit ég ekki hvort þú hefur lagt fyrir þig garðrækt en nokkur vor hef ég verið upptekin af fræjum, allskonar fræjum og meirisegja pantað slík frá útlöndum. Ég tók með mér sýnishorn:

Þessi fræ – sem eru af Perutré og væntalega svo smá að þið sjáið þau varla, bera með sér loforð um að verða 15 metra hátt tré með fagur hvítum blómum þegar þau standa í blóma.

Þessi fræ af Pálowníu Tomentósu sem minna meira á ryk en eitthvað annað verða líka fimmtán metra há, vaxa mun hraðar en önnur tré og fá fallega fölblá blóm á vorin.

Og einhverju sem getur lifað í þúsundir ára […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun í Jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar 25 desember 2017

Prédikanir 2017

Prédikun í Jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar 25 desember 2017

Prédikanir 2017

Arndis2018-11-18T08:49:36+00:00

Prédikun í Jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar 25. desember 2017 í Háteigskirkju. Sr. Arndís Linn prédikaði

Biðjum saman:

Ljúfi Jesús lýstu mér
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljósið frá þér
ljóma í sálum minni.

Amen

Ljós aðventunnar hafa smátt og smátt sprottið fram, úr endalausu myrkri síðustu vikurnar. Eitt og eitt hafa þau kviknað,  marglitu og glitrandi rafmagnsljósin sem ryðja burt þéttasta skammdeginu.  Smátt og smátt höfum við líka kveikt kertin á aðventukrönsunum okkar, sem á mörgum heimilum skipa stóran sess í undirbúningi og aðdraganda jólanna. Eftir því sem ljósunum fjölgar virðist vetrarmyrkrið hörfa og tilveran, verður örlítið bjartari.

En jólaljósin eru ekki einungis vanmáttug tilraun til að lýsa upp svartasta skammdegið. Þau eru tákn um hátíð ljóss og friðar.

Þau vísa til einhvers sem er meira og máttugra en allt það sem við fáum skilið í þessum heimi. Þau vísa til þess sem við heyrðum hér í Jóhannesarguðspjalli áðan, :

Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann en heimurinn þekkti hann ekki.

Hið sanna ljós sem guðspjallið talar um er Jesú, jólabarnið frá Betlehem, sem síðar í sama guðspjalli sagði um sjálfan sig ,,Ég er ljós heimsins“

Fyrir nokkrum árum starfaði ég í barnastarfi hér í  Lágafellskirkju og við kenndum yngstu börnunum að segja þessa tilvitnun úr Biblíunni með höndunum.  ,, Jesús sagði , Ég er ljós heimsins“  Stundum bættum við við og og kenndi nú börnunum að halda áfram og segja ,,Og við getum verið ljós fyrir Jesú“

Og börnin voru áhugasöm: ,,Hvernig ljós“ spurðu þau í einlægni? Hvernig get ég lýst fyrir jólabarnið? Þau réttu upp höndina eitt af öðru og vildu öll leggja sitt af mörkum til að lýsa fyrir litla barnið í jötunni.

Já hvað táknar þetta ljós sem er  […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni 9. september 2017

Prédikanir 2017

Prédikun sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni 9. september 2017

Prédikanir 2017

Arndis2017-12-17T14:49:29+00:00

Prédikun sr. Arndísar Linn í Lágafellskirkju sunnudaginn 9. september 2017

Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.

Það má segja að í guðspjalli dagsins séum við lent inní miðju samtali sem Jesús á við fólkið sem hafði fylgt honum og spurningin sem þeir spyrja er beinskeitt:

Hvaða tákn getur þú sýnt okkur svo að við trúum? Hvað afrekar þú? Feður okkar átu manna í eyðimörkinni.

Stundum eru vandamál okkar sem stöndum frammi fyrir textum Biblíunnar í dag ekki ósvipað vandamáli unglingsins sem á erfitt með að skilja ömmu sína. Orðin sem hún notar eru honum framandi því hann hefur hvergi rekist á þau í lífi sínu. Og orðatiltækin sem hún notar koma úr samfélagi sem er honum framandi jafnvel þótt það hafi verið við lýði fyrir svo örstuttu síðan. Þegar amma hvetur hann til að leggja ekki ára í bát kváir hann. Hann á fátt sammerkt með þeim kynslóðum aldanna sem börðust við strendur landsins til að draga björg í bú og framfleyta sínum nánustu. Fyrir rúmri öld eða svo gat það ráðir úrslitum um líf eða dauða að leggja árar í bát og hætta að róa. allNokkrum áratugum síðar ber það milda merkingu um að gefast ekki upp og kannski kemur það til með að verða merkingarlaust með öllu í framtíðinni. Hver veit?

Frammi fyrir texta dagsins gæti eitthvað svipað gerst – og gæti jafnvel að einhverju leiti þegar verið orðið. Kannski könnumst við einhver okkar við mannann í eyðimörkinni, (og nú ég er ekki að tala um þetta sem túristarnir skilja eftir sig) Manni var fæðan sem féll af himni og sem Guð bjargaði fólkinu sínu með í eyðimerkurgöngunni. Í eyðimerkurgöngunni þegar Ísraelsmenn voru leiddir af Móse út í eyðimörkina þar sem þeir dvöldust í 40 ár.  En kannski […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun sr. Auðar Eir í Laugarneskirkju 12. mars 2017

Prédikanir 2017

Prédikun sr. Auðar Eir í Laugarneskirkju 12. mars 2017

Prédikanir 2017

Arndis2017-12-17T14:42:28+00:00

Prédikun sr. Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Laugarneskirkja 12. mars 2017

Guðþjónustan í kvöld er á tíma páskaföstunnar og kirkjan um víðfeðma veröldina sekkur sér niður í dagana sem leiddu til krossfestingarinnar.  Við gerum það líka.   Mitt í erlinum tökum við okkur tíma til að líta í kringum okkur og inn til sjálfra okkar.  Í kringum okkur sjáum við ýmislegt sem við vildum að væri þar ekki.  Það eru stríð og flóttafólk sem hrekst og þjáist.  Sjúkdómar og sorgir eru á næsta leyti eins og alltaf og þessi öld er öld kvíðans.  Við sjáum það sjálfar.  Við sjáum fólk bugast af kvíða fyrir lífinu og finnum sjálfar að við komumst ekki frá þessum sama kvíða þótt hann leggi okkur ekki að velli.

Hvers vegna er þetta svona?  Við heyrum sagt að heimurinn sé í rauninni bæði betri og viðráðanlegri.  Það er hægt að ráða við hann með andlegum og líkamlegum æfingum sem hafa verið stundaðar frá fornu fari og okkur standa til boða.   Við getum tekið okkur tíma til að líta inn í dýpstu fylgsni hugar okkar og ná jafnvægi sem læknar kvíða okkar.

Það er gott að heyra boðskap um möguleika.  Við þurfum að læra að nota möguleikana til að njóta lífsins sem við eigum.  Við þurfum það vegna sjálfra okkar og vegna hinna sem við lifum lífinu með.  Þau þarfnast styrks okkar og hugrekkis.  Við höfum öll djúp áhrif hvert á annað og gott eiga allar manneskjur sem fá að þekkja verulega gott fólk  Og gott á hver sú manneskja sem er þessi verulega góða manneskja.

En kristin trú segir ekki að við finnum jafnvægið með því að kyrra huga okkar og finna þar uppsprettu styrks okkar.  Hún segir að jafnvægið sé ekki þar.

Æ.  Af hverju […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Arndísar Linn í Neskirkju í febrúar 2017

Prédikanir 2017

Prédikun Arndísar Linn í Neskirkju í febrúar 2017

Prédikanir 2017

Arndis2017-03-11T15:02:50+00:00

Prédikun Arndísar G. Bernhardsdóttur Linn í Kvennakirkjunni Neskirkju í febrúar 2017

Kæru kirkjugestir

Innilega til hamingju með daginn!  Í kvöld höldum við uppá 24 ára afmæli. Í tuttugu og fjögur ár hefur Kvennakirkjan verið vettvangur kvenna (og stundum karla)  til að móta eigin guðfræði og nota hana svo hversdags og spari. Og í öll þessi ár hefur Kvennakirkjan leitast við að gefa konum tækifæri til að nálgast Guð á eigin forsendum og gefa trú sinni gildi í lífinu. Í Kvennakirkjunni höfum við talað öðruvísi um Guð, farið okkar eigin leiðir í leitinni að boðskap Jesú og uppskorið ríkulega.

Í ár er líka runnið upp mikið afmælisár í Lúhersku kirkjunni. Þess er minnst að 500 ár eru liðin frá því Marteinn Lúther, guðfræðiprófessor og munkur í þýskalandi hengdi táknrænt skjal á dyr kirkjunnar í Wittenberg.  Í 95 greinum setti hann fram kenningar sínar um kristna trú og leiðir til að endurbæta hana. Kveikjan að þeim var sá  gjörningur sem var orðinn vinsæll innan kirkjunnar, að selja syndaaflausnir, að selja fyrirgefninu. Lúther ofbauð – það er ekkert flóknara en það – og hann gat ekki setið aðgerðarlaus þegar embætti Páfa og yfirstjórnar kirkjunnar misbuðu almenningi sem í ótta sínum við Guð reiddi fram kynstrin öll af peningum til að bjarga sálum sínum og ættingja sinna. Með þessum gjörningi sínum kom Lúther af stað mótmælendahreyfingu innan kaþólksu kirkjunnar  sem síðar varð að okkar kirkjudeild, evangelísk lúthersku kirkjunni.

Um margt minnir þessi vegferð Marteins á vegferð Jesú Krists. Jesú misbauð hræsni og valdnýðsla kirkjulegra leiðtoga síns tíma og hristi hressilega upp í hugmyndum samtíma síns um Guð. Hann talaði öðruvísi um Guð og notaði dæmisögur og hugtök sem voru á skjön við það sem tíðkaðist innan gyðingdómsins. Að lokum fór svo að gyðingdómurinn […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Auðar Eir í Hallgrímskirkju í janúar

Prédikanir 2017

Prédikun Auðar Eir í Hallgrímskirkju í janúar

Prédikanir 2017

Arndis2017-03-11T15:21:51+00:00

Prédikun Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Hallgrímskirkju sunnudagskvöldið 15. janúar 2017

Hildigunnur sagði í spjallinu sínu áðan um heimilishaldið og fjölskylduna að með nýjum tímum kæmu nýjar úlpur.  Hugsum meira um það.  Koma nýjar úlpur með nýjum tímum eða koma nýir tímar með nýjum úlpum?Ég held það sé bara hvort tveggja.  Hvernig var þetta með Lúter?  Nú erum við að byrja afmælisár siðbótarinnar sem Lúter hratt úr vör og varð til að breyta allri kristinni kirkju.  Það komu nýir tímar af því að Lúter fór í nýja úlpu eða með öðrum orðum hugsaði hann nýjar hugsanir.  Og svo upp úr því fór fleira og fleira fólk í nýjar úlpur, hugsaði býjar huganair og þá breyttust tímarnir.

Hvað breyttist?  Kirkjan breyttist úr reglu í frelsi.  Það var ekki lengur lausn lífsins að leggja sig í líma til að gera það besta heldur var lausnin að gera ekki nokkurn skapaðan hlut annan en að taka á móti frelsi Jesú.  Það er þrennt sem við fáum þegar við tökum á móti Jesú, sagði Lúter.  Við fáum Orðið, trúna og náðina.  Það er allt alveg ókeypis.  Og  það verður að miklum auðævum.  Í Jesú eigum við Orðið sem segir okkur frá grundvelli lífsins og vísar okkar veginn.  Í trúnni grípur Jesús hjarta okkar og gefur okkur kærleikann sem er hin besta allra dyggða af því að það er í kærleikanum sem við tökum hvert annað að okkur, gefum að borða og drekka og spörum ekkert til að koma til hjálpar.  Og það er í náðinni sem við verðum þau sem Guð skapaði okkur til að vera.

Það var sagt að við þyrftum fyrst og fremst að lifa lífi okkar í kærleika.  En það er mesta vitleysa að kærleikurinn frelsi okkur.  Páll postuli sagði […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Arndísar Linn í jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar í desember

Prédikanir 2016

Prédikun Arndísar Linn í jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar í desember

Prédikanir 2016

Arndis2017-03-11T15:23:11+00:00

Prédikun Arndísar Linn í jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar í desember 2017í Háteigskirkju.

Uppi á bláum boga, bjartar stjörnur glitra

Norðurljósin loga, leiftra, iða, titra

Jólaklukkur klingja, hvíta foldu yfir.

Hátíð inn þær hringja, hans sem dó en lifir. (AGJ)

 

Já jólahátíðinni hefur verið hringt inn. Steikinn er kólnuð, skrjáfið í umbúðapappírnum þagnað, kertin eru brunnin upp. Andrúmsloftið breytt. Eftir annasaman aðdraganda hefur helg og heilög kyrrð jólanna smám saman færst yfir. Henni fylgir ró, friðsæld, kannski tilfinning um að nú sé allt nokkurn veginn eins og það á að vera, eins og það ætti að vera – og hvert okkar vildi ekki halda í þessa tilfinningu eins lengi og við mögulega gætum – að allt yrði áfram svolítið fullkomið, afslappað, fyrirhafnarlaust, pínu himneskt.

En hvað er hún þessi upplifun sem við skynjum á jólum, upplifuna af að geta dregið djúp að sér andann og fundið ró, helgan frið og sanna gleði í hjartanu? Er hún kannski feginleiki yfir að aðdragandi jólanna sé loksins búin eða skynjum við að hún snúist um eitthvað meira og risti dýpra, snúist um einhvers konar leyndardóm – eitthvað sem er heilagt.

Hvað með þennan umtalaða dreng sem fæðist aftur og aftur og hefur breytt heiminu.

Komdu, Við skulum krjúpa saman við jötuna.  Hvað sjáum við?

Það er eins og tíminn stöðvist eitt augnablik þegar nýr einstaklingur fæðist í heiminn. Því fylgir undrun og lotning  yfir lífinu og skapara þess. Undrun og lotning yfir einhverju sem við náum ekki alveg utanum en skynjum að er mikilvægara en allt annað.

Og Þarna liggur hann, Jesús sjálfur og ilmar eins og ungabarn þrátt fyrir óþefinn í fjárhúsinu allt í kring. Það skín frá honum helg og hlý birtann þrátt fyrir myrkrið allt í kring.

Það var ekki pláss fyrir hann, ófæddann þetta fyrsta kvöld í gistihúsinu. […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun í Kvennakirkjunni í nóvember 2016

Prédikanir 2016

Prédikun í Kvennakirkjunni í nóvember 2016

Prédikanir 2016

Arndis2017-01-09T16:21:51+00:00

Prédikun í Kvennakirkjunni í NÓVEMBER  2016 – Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

Á kvennaárinu mikla, 2015 sá ég áhrifamikla leiksýningu í heimabæ mínum Mosfellsbæ. Það var Leikfélag Mosfellsbæjar sem setti upp þessa metnaðarfullu sýningu sem hét Mæður Íslands. Leikara hópurinn hafi skapað verkið  í samvinnu við leikstjóran og það fjallaði um veruleika íslenksra kvenna á einlægan og ögrandi hátt.

Mér er sérstaklega minnistæð ein senan þar sem leikararnir, konur á öllum aldri, stilltu sér upp í hálfhring, snéru andlitum sínum að áhorfendum og stóðu þöglar um stund. Svo byrjaði sú fyrsta; Ég hefði ekki átt að gera þetta svona. Svo kom löng þögn. Önnur kona, allt annarsstaðar í röðinni hóf þá upp rausn sína og sagði ; ohh, það er svo ömurlegt á mér hárið. Sú þriðja, hvað ég er vitlaus? Síðan héldu þær áfram hver af annarri með stuttar, hnitmiðaðar setningar. Ég man gæsahúðina sem hríðslaðist upp eftir bakinu á mér þegar ég gerði mér grein fyrir hvað var að gerast. Þær voru að túlka samtölin sem við eigum innra með okkur, við okkur sjálf. Þegar við drögum okkur niður og teljum sjálfum okkur trú um að við séum ekki nógu hitt eða þetta.

Og ég hugsaði, Vá ég sem hélt þetta væri bara ég ! hvert stefnum við vesalings mannfólkið, er það virkilega svona sem við tölum til okkar sjálfra á Íslandi í dag, eru þetta áhrifin sem við höfum hvort á annað á 21 öldinni… heimur versnandi fer, ekki satt?

Í haust, ári seinna hef ég svo setið námskeið í Lágafellskirkju um hugrekki. Það er byggt á rannsóknum konu sem heitir Brené Brown og er prófessor við háskóla í Houston. Hún hefur síðasta áratuginn rannsakað skömm og hugrekki, berskjöldun og verðugleika og tekið viðtöl við tugþúsundir fólks […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun úr guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Prédikanir 2016

Prédikun úr guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Prédikanir 2016

Arndis2016-11-05T17:55:26+00:00

Auður Eir Vilhjálmsdóttir í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

sunnudaginn 16. október 2016

 

Við erum að tala um kvíðann á námskeiðinu okkar og tölum líka um hann í kvöld.

Við höfum sagt margt um kvíðann.  Við höfum sagt að okkur finnst hann vera búnt af ýmsum tilfinningum og helst sektarkenndinni en líka einsemdinni og reiðinni og streitunni og ýmsu fleiru.

Kvíðinn er hluti af öllu hinu sem er öðru vísi en það á að vera.  Það tilheyrir böli heimsins.  Og hvað er  eiginlega böl heimsins?

Rétt um 500 árum fyrir Krist voru miklar hugmyndir í gangi á mörgum stöðum í heiminum.  Alveg eins og fyrr og síðar hafa miklar  hugmyndir orðið til á sama tíma á ýmsum stöðum.  Eins og kvennaguðfræðin.  500 árum fyrir Krist var Sókrates í Grikklandi og Búdda í Indlandi og í Kína voru Lao Tse og Konfúsíus.

Sókrates sagði að bölið væri fáfræðin og björgunin væri að hugsa skýrar.    Búdda sagði að það væri löngunin eftir einu og öðru og læknaðist með því að forðast langanir  og hugsa og tala fallega og hegða sér rétt.   Laó Tse sagði að það væri skortur okkar á sambandi við náttúruna og læknaðist með meira sambandi og dulúðugri íhugun.  En Konfúsíus sagði að við ættum bara að  vera raunsæ og sjá að svona væri nú lífið og við skyldum skella okkur í að taka þátt í því og bæta það.   Hann sagði að þegar liði á lífið yrði alltaf fleira sem við vildum að hefði verið öðru vísi og við skyldum horfast í augu við það og drífa okkur svo út úr þeim hugsunum.

Svo kom Jesús 500 árum seinna.  Hvað sagði hann?  Hann sagði að bölið væri syndin og björgunin væri hann sjálfur.   Vertu í mér eins og […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun í Grensáskirkju í september 2016 – Auður Eir

Prédikanir 2016

Prédikun í Grensáskirkju í september 2016 – Auður Eir

Prédikanir 2016

Arndis2016-10-13T20:13:21+00:00

Við ætlum að tala um kvíðann og það er upphafið að námskeiðunum sem við höldum til jóla og kannski í allan heila vetur.  Við sjáum bara til.

Ég ætla að setja upp ræðustíl sem er þrisvar sinnum þrisvar, aðallega bara að gamni og líka til að hafa þetta skýrt og klárt.  Það verða þrjár línur með þremur atriðum hver.

Fyrstar lína:

Það var sagt á síðustu öld að kvíðinn yrði aðaleinkenni þessarar aldar.  Og það varð.  Kvíðinn er svo yfirþyrmandi að fólk verður örmagna og öryrkjar af djúpum og þungum kvíða sem það ræður ekki við.

En kvíðinn hefur verið einkenni allra alda.  Við sjáum það á því hvernig Biblían talar um kvíðann.  Þar er sífellt sagt:  Óttastu ekki.  Ekki vera hrædd.  Það er af því að fólk var kvíðið. Fólk hefur verið kvíðið öld eftir öld.

  Það er gott fyrir okkur að sjá að kvíðinn er hluti af veröldinni og það er ekkert nýtt.  Það er ekkert óeðlilegt að við kvíðum sjálfar mikið eða lítið.

Önnur lína:

Það er áreiðanlega gagnlegt fyrir okkur að athuga okkar eigin kvíða.  Hvers vegna skyldum vð vera svona kvíðnar?  Kannski kvíðum við af því að við erum  bara kvíðnar týpur eins og ein okkar segir.  Kannski erum við af kvíðnu fólki.  Það er ekki ólíklegt að sumar okkar kvíði meira en aðrar og líka að stundum kvíðum við sjálfar meira  á einum tím e  öðrum.

Ég held að það séu aðallega tveir flokkar af kvíða sem við glímum við:  Annar er að kvíða fyrir einhverju sérstöku, eins og vinkona okkar kveið fyrir að eiga að mæta á ættarmót með sallat fyrir sextíu manns.  Þegar ættarmótið var búið var kvíðinn það líka.  Hitt er að kvíða fyrir einhverju sem við vitum ekki hvað er.  Ég held […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Ræða Auðar Eir á guðþjónustu 19. júní 2016

Prédikanir 2016

Ræða Auðar Eir á guðþjónustu 19. júní 2016

Prédikanir 2016

Arndis2016-07-20T14:34:11+00:00

Auður Eir Vilhjálmsdóttir   Guðþjónusta við Kjarvalsstaði 19. júní 2016 kl. 20

Ymdislega fólk.  Til hamingju með daginn og frelsið.  Við heyrðum ritningarlestur um frelsið og ætlum að halda áfram að tala um það.  Við skulum tala um frelsið til að vera til og njóta lífsins.

Og þá ætla ég að segja ykkur sögu.  Það var sunnudagar og ekki messa hjá okkur en ég sá auglýst að það yrðu fyrirlestrar í Hannesarholti.  Klukkan var næstum fjögur svo ég rauk af stað, lagði bílnum í Miðstrætinu og skundaði upp Skálholtsstíginn.  ÉG sá mér til furðu að fyrirlestrarnir voru niðri og fullt veitingum úti og inni og ég hugsað:  Enn flott og gekk inn.  Það var fullt af fólki en engir fyrirlestra byrjaðir og ég settist við borð.   Þá kom vingjarnlegur maður og sagði að ég ætlaði líklega að vera uppi þvi þetta væri fermingaraveisla.  Ég fór bara upp og þar var allt byrjað og þéttsetið og ég sá bara einn stól lausan við eitt kringlótta borðið og settist þar hjá viingjjarnlegri konu.sem ér þótti ég hafa séð áður.  Svo fann ég að einhver stóð fyrr aftur mig  og leit upp:  Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði að setja hjá konu sinni, á stólinn þar sem ég sat.

Nema bara að þetta er allt saman lygi, allt saman skraddaralygi, skradd skradd skraddaralygi, já, allt saman haugalygi.

Mér dytti ekki i hug að vera að bjóða ykkur upp á svoddan lygi ef ég væri ekki handviss um að þið skrökvið líka.  Þið skrökvið ótal sinnum að sjálfum ykkur.  Öllu mögulegu um það hvað þið gerið miklar endemis vitleysur og getið verið alveg út í blátinn.  Þið skröfkvið að ykkur um það hvað þið sögðuð og gerðuð í gær og fyrir 50 árum og hafið aldrei […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Það voru konur ! Prédikun flutt í Grensáskirkju 13. mars 2016

Prédikanir 2016

Það voru konur ! Prédikun flutt í Grensáskirkju 13. mars 2016

Prédikanir 2016

Arndis2016-04-29T22:08:56+00:00

Prédikun Arndísar Linn flutt í Grensáskirkju, 13. mars 2016
Markúsarguðspjall 15 kafli 33 – 40

33Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns. 

34Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: „Elóí, Elóí, lama sabaktaní!“ Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
35Nokkrir þeirra er hjá stóðu heyrðu þetta og sögðu: „Heyrið, hann kallar á Elía!“ 36Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann mælti: „Látum sjá hvort Elía kemur að taka hann ofan.“
37En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann.
38Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt, ofan frá og allt niður úr.
39Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt sagði hann: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.“
40Þar voru og konur álengdar og horfðu á, meðal þeirra María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs yngra og Jóse, og Salóme. 41Þær höfðu fylgt honum og þjónað er hann var í Galíleu. Þar voru margar aðrar konur sem höfðu farið með honum upp til Jerúsalem.
Kæru vitni

Já ég segi kæru vitni – því hér áðan urðuð þið vitni að krossfestingu Jesú þegar ______________las úr lokum Markúsargupsjalls.

Helsta hátíð kristinna manna er rétt handan við hornið. Dymbilvikan hefst á Pálmasunnudag eftir viku og á hverju ári rifjum við upp þessa örlagaríku sögu. Grundvöll trúarinnar. Söguna af því hvernig Jesú var fagnað og hann hyltur þegar hann reið á Asna inní Jerúsalem. Hvernig hann kallaði lærisveina sína saman til síðustu kvöldmáltíðarinnar og þvoði fætur þeirra. Hvernig hann var svikinn. Við rifjum upp hvernig vikan endaði með handtöku, húðstrýkingu, og krossfestingu.

Við urðum vitni að því áðan hvernig Jesús gaf upp andan. Myrkur grúfði yfir öllu, fortjald musterisins rifnaði og til hliðar stóðu vitnin, einu raunverulegu vitnin sem sagt er frá. – […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Misbeiting valds og leið Guðs – Prédikun Arndísar Linn 17. janúar í Kirkju Óháða Safnaðarins

Prédikanir 2016

Misbeiting valds og leið Guðs – Prédikun Arndísar Linn 17. janúar í Kirkju Óháða Safnaðarins

Prédikanir 2016

Arndis2016-01-31T22:06:26+00:00

Prédikun Arndísar Linn flutt 17. janúar í Kvennakirkjunni. (Einnig flutt í Lágafellskirkju 3. janúar)
Guðspjall: Matt 2.16-21
Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.
Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um:
Rödd heyrist í Rama,
harmakvein, beiskur grátur.
Rakel grætur börnin sín,
hún vill ekki huggast láta,
því að þau eru ekki framar lífs.
Þegar Heródes var dáinn þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og far til Ísraelslands. Nú eru þeir dánir sem sátu um líf barnsins.“
Milli jóla og nýars var nýtt lag í efsta sæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar. Lagið sem heitir 18 konur er með Bubba Morthens og er af samnefndri plötu. Titillinn vísar til þess að 18 konum var drekkt í dreykkingarhyl á Þingvöllum á 17. Og 18. öld. Lagið er fallegt og grípandi – textinn áleitinn. Bubbi yrkir um konurnar sem öllum var drekkt í hylnum vegna skírlífsbrota og hórdóms.

Í texta lagsins segir meðal annars:

Konum sem áttu sér enga vörn

var drekkt fyrir það eitt að eignast börn

ég starði ofaní ólguna og sá

andlit kvennanna fljóta hjá.

Ég nam í vindinum kvennana vein

kannski í dýpinu eru þeirra bein.

Nafnið var Þórdís sem fyrst hér fór

í svelgin meðan ýlfraði prestanna kór.

Eins og Bubba einum er lagið tekst honum að segja þessa sögu á áhrifaríkan og beinskeittan hátt. Og hann vandar prestum og kirkju þess tíma ekki kveðjurnar. Kannski er hann að færa aðeins í stílinn – engar frásagnir eru til  en staðreyndirnar eru engu á síður á hreinu. 18 Konum var drekkt. Og jafnvel þó dómsvaldið í siðferðismálum hafi […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Auðar Eir í Háteigskirkju 27. desember 2015

Prédikanir 2015

Prédikun Auðar Eir í Háteigskirkju 27. desember 2015

Prédikanir 2015

Arndis2016-01-17T17:23:23+00:00

Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Jólaguþjónusta í Háteigskirkju 27. desember 2015

Veljum að vera eins og Jesú á jólanóttina í Betlehem

Gleðileg jól.  Tölum um Betlehem.   Um hirðana í haganum sem heyrðu englana syngja og segja þeim að fara að sjá frelsarann.  Og um vitringana og um Maríu og Jósef.  Þau sem voru í fjárhúsinu á jólakvöldinu vissu öll hver Jesús var.  Þau vissu að smábarnið í jötunni var Guð sem skapaði alla veröldina.  Hún var komin til þeirra og alls heimsins.

Hugsum okkur að við séum einhver þeirra í fjárhúsinu.  Hver viltu vera?  Ég sting upp á því að við hugsum okkur að við séum Jesús, smábarnið í jötunni

Er það ekki of mikið fyrir okkur að þykjast vera Jesús?   Er það ekki hrokafullt og alveg út í bláinn?

Nei, það er ekki hroki.  Jesús sagði sjálfur að við gætum ekki tekið á móti öllu því stórkostlega og undursamlega  sem hann vildi gefa okkur nema við yrðum eins og börn.  Og hann sagði að við skyldum vera í sér og þá myndi hann fylla hjarta okkar og allt líf okkar myndi verða fyllt af vináttu hans.

Á jólanóttina hvíldi Jesús í umhyggju og ást fólksins sem Guð gaf honum.  Svo hélt hann áfram og gekk inn í lífsstarf sitt.  Við gerum það líka.  Hann gekk út í flókna og hættulega veröld.  Við gerum það líka.  Hann samdi sér lífsstíl.  Við gerum það líka.

Það skiptir mestu máli hvernig lífsstíl við semjum.  Það eru margar aðferðir og þær fara eftir margvíslegum viðhorfum.   Við veljum úr því sem við heyrum og lærum og  því sem við hugsum sjálfar.  Það skiptir mestu hvað við hugsum.  Ég segi það aftur og aftur og líka að þess vegna skiptir það öllu hverju við trúum.  Af því […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Inná við á Aðventu – Prédikun Arndísar Linn í Dómkirkjunni 6. desember 2015

Prédikanir 2015

Inná við á Aðventu – Prédikun Arndísar Linn í Dómkirkjunni 6. desember 2015

Prédikanir 2015

Arndis2015-12-30T23:02:51+00:00

Lúkasarguðspjall 1. 26 – 34. – Endursögn Kvennakirkjunnar

Þegar Guði fannst komin rétti tíminn sendi hún Gabríel engilinn sinn til borgar sem heitir Nazaret til að ræða við konu sem þar bjó. Konan hét María og var trúlofðu manni sem hét  Jósef. Þegar engillinn kom til hennar heilsaði hann henni og sagði: ,, Heil og sæl þú sem Guð lítur til í mildi og kærleika og finnst þú yndisleg manneskja. Guð er með þér.

En María varð hrædd við þessi orð og velti því fyrir sér hvað þessi kveðja ætti að þýða. Þá sagði engillinn við hana; Þú þarft ekki að vera hrædd María því að Guð elskar þig, treystir þér og þarfnast þín og henni finnst þú yndisleg manneskja. Og hún ætlar að sjá til þess að þú eignist son sem þú skalt gefa nafnið Jesús. Hann verður einstaklega merkilegur, sá merkilegasti í öllum heiminum og allir sem kynnast honum munu skilja og skynja að hann er Guð sem er ekkert ómögulegt og allt mögulegt.
————————————————–

Á afar sérkennilegu en áhugaverðu safni í Berlín sem heitir Heimar líkamans (d. Menschen Museum) eru alvöru mennskir líkamar til sýnis. Húð og fita hefur verið hreinsuð burt og sjá má sinar, æðar, bein og öll líffæri líkamans í einstaklega miklum smáatriðum.

Á safninu eru líka ýmiskonar listaverk sem vekja til umhugsunar um leyndardóma lífsins. Eitt slíkt þekur risastóran vegg . Á veggnum er gífurlega stór glerkassi fullur af hrísgrjónum. Þar eru trúlega fleiri hrígrjón en ég mun nokkurn tíman kaupa, hvað þá borða á ævinni.

Á agnarsmáum fleti á glerkassanum hefur verið teiknuð rauð píla sem bendir á eitt hrísgrjónið. Við píluna stendur ,,Þetta er upphafið að þér“ Í glerkassanum er jafnmikið af hrísgrjónum og meðalfjölda sáðfrumna í sáðláti – 3 – 500 […]

Lesa meira
Permalink
Gallery

Prédikun Auðar Eir í guðþjónustu í Laugarneskirkju 15. nóvember 2015

Prédikanir 2015

Prédikun Auðar Eir í guðþjónustu í Laugarneskirkju 15. nóvember 2015

Prédikanir 2015

Arndis2015-11-24T21:40:15+00:00

En eftir eldinn heyrðist blíður vindblær hvísla og Elía heyrði það.

Fyrri Konungabók 19. 12 – 13.

 
Við ætlum að heyra um það þegar Guð talaði við Elía í blíðum blæ en ekki í stormi, jarðskjálfta og eldi.  Það er sagt frá því í Fyrri Konungabók  og lesið úr henni áðan.  Frásagan er svona:  Kóngarnir í Ísrael voru orðnir verulega vondir menn.  Einn hét Akab og hann var duglegur herforingi en brást algjörlega þeirri einu skyldu sem hann hafði í raum og veru en það var að standa vörð um trúna á Guð.

Hann giftist Jessebel sem var hræðilega grimmlynd og dýrkaði guðinn Bal og Akab opnaði dyr þjóðar sinnar fyrir þeirri trú.  Elía gekkst fyrir keppni milli Bals og Guðs, lét 450 presta Bals setja upp altari og setti annað upp sjálfur, ekkert gerðist á altari þeirra en Guð sendi eld á altari sitt.  Þá drap Elía alla balsprestana.  Akab sagði Jessebel frá því og hún lét skila til Elía:  Á morgun um þetta leyti verður þú sjálfur dauður.  Og þá varð Elía þessi mikli kjarkmaður svo hræddur að hann flýði og faldi sig í helli.  Guð kom til hans og sendi á undan sér storm sem tætti björgin og jarðskjálfta og eld.  En Guð var ekki þar.  Þá kom blíður blær og straukst um hellisopið.  Þar var Guð og talaði við Elía.  Komdu nú Elía, ég er hérna með mat handa þér og svo skaltu halda áfram að vinna fyrir mig.

Ég vildi segja okkur þessa sögu af því að ég held að Guð tali við okkur núna í blíðum blæ og við skulum treysta því.  Stundum talar Guð með miklum krafti í vakningum sem kalla saman þúsundir fólks sem breyta öllu í kringum sig með sterkri […]

Lesa meira
123Næsta

Kvennakirkjan

Þingholtsstræti 17, 101 Reykjavík

Phone: 551 3934

Email: kvennakirkjan@kvennakirkjan.is

Web: www.kvennakirkjan.is

Myndir úr starfi Kvennakirkjunnar Smellið á myndina

Ertu að leita að einhverju á síðunni?

Kvennakirkjan á Facebook

Kvennakirkjan | Þingholtsstræti 17 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3934 | kvennakirkjan(hjá)kvennakirkjan.is |