Upplýsingar

Prédikun sr. Arndísar Linn í Lágafellskirkju sunnudaginn 9. september 2017

Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.

Það má segja að í guðspjalli dagsins séum við lent inní miðju samtali sem Jesús á við fólkið sem hafði fylgt honum og spurningin sem þeir spyrja er beinskeitt:

Hvaða tákn getur þú sýnt okkur svo að við trúum? Hvað afrekar þú? Feður okkar átu manna í eyðimörkinni.

Stundum eru vandamál okkar sem stöndum frammi fyrir textum Biblíunnar í dag ekki ósvipað vandamáli unglingsins sem á erfitt með að skilja ömmu sína. Orðin sem hún notar eru honum framandi því hann hefur hvergi rekist á þau í lífi sínu. Og orðatiltækin sem hún notar koma úr samfélagi sem er honum framandi jafnvel þótt það hafi verið við lýði fyrir svo örstuttu síðan. Þegar amma hvetur hann til að leggja ekki ára í bát kváir hann. Hann á fátt sammerkt með þeim kynslóðum aldanna sem börðust við strendur landsins til að draga björg í bú og framfleyta sínum nánustu. Fyrir rúmri öld eða svo gat það ráðir úrslitum um líf eða dauða að leggja árar í bát og hætta að róa. allNokkrum áratugum síðar ber það milda merkingu um að gefast ekki upp og kannski kemur það til með að verða merkingarlaust með öllu í framtíðinni. Hver veit?

Frammi fyrir texta dagsins gæti eitthvað svipað gerst – og gæti jafnvel að einhverju leiti þegar verið orðið. Kannski könnumst við einhver okkar við mannann í eyðimörkinni, (og nú ég er ekki að tala um þetta sem túristarnir skilja eftir sig) Manni var fæðan sem féll af himni og sem Guð bjargaði fólkinu sínu með í eyðimerkurgöngunni. Í eyðimerkurgöngunni þegar Ísraelsmenn voru leiddir af Móse út í eyðimörkina þar sem þeir dvöldust í 40 ár.  En kannski könnumst við hvorki við eyðimörkina né við mannann. Í öllu falli er alls ekki víst að við gerum okkur grein fyrir af hverju samtíma menn Jesús eru að vísa til mannans. Fyrir fræðimönnum sem hafa skoðað ritninguna í þaula er tengingin kannski ljós því í mörgum ritum gamla testamentisihns er talað um að guð muni síðar senda spámann sinn með meiri manna handa fólkinu. Fólkið á dögum jesús beið eftir nýjum spámanni. Beið eftir nýjum táknum, nýjum manna.

Þegar menn sem lifðu fyrir 2000 árum eins og þeir sem við heyrum um í guðspjallatextanum í dag vísa í trúarrit sem urðu til fyrir  4- 5000  árum er hætt við að einhver skilningur fari forgörðum ekki satt. Svo stuttur texti ber með sér fjöldan allan af tengingum og tilvísunum sem ekki er hægt að ætlast til að við í dag skiljum til fullnustu. Sér í lagi í samfélagi eins og okkar sem leggur sífellt minni og minni áherslu á að færa trúararfinn til nýrra kynnslóða.

En kjarninn? Einhver hlýtur sameignilegi trúarkjarninn að vera sem skilst gegnum árþúsundin ?

Eitt er kannski jafn óbreytt og í gegnum aldirnar í trúnni – fólk vill sannannir. Áþreifanlegar staðfestningar á því að loforð trúarinnar séu raunveruleg. Eitthvað áþreifanlegt svo það sé ljóst að Guð sé í alvörunni að verki í heiminum og að við skiptum hana máli

  • Hvaða tákn geturðu sýnt okkur svo við getum trúað?

Það merkilega við þessa spurningu fólksins er kannski sú staðreynd að þetta virðist vera sama fólkið og hafði fylgt Jesús dagana á undan og þeir dagar hafa einkennst af táknum. Jesús hafði nýlokið við að metta mannfjöldan með brauði og fiski sem ekki var til og Jesús hafði nýverið hastað á vindinn og lægt öldur og gengið á vatni. Og hann hafði læknað fólk. Jesús hafði með öðrum orðum gert kraftaverk hægri og vinstri í viðurvist fólksins dagana á undan.

Samt spyr fólkið hann, hvaða tákn geturðu sýnt okkur svo við getum trúað ?

Oftar en ekki er það fólk sem stendur utan trúarinnar sem vill sannanir. Það er þó ekki eins og þau sem trúa séu hafin yfir slíkar spurningar og ég þori að fullyrða að sérhver trúaður einstaklingur hefur á einhverjum tímapunkti beint slíkri spurningu til Guðs, geturðu sýnt mér tákn svo ég geti trúað?

Þau sem trúa  hafa þó gert sér far um eða tamið sér að sjá sannanir um tilvist Guðs og verkun Guðs í heiminum í hverju skúmaskoti. Það er nóg af táknum frá Guði – spurningin er bara hvort við kærum okkur um að sjá þau eða ekki.

Jesús bendir fólkinu á að tímarnir séu breyttir. Manninn sé vissulega komin frá himni, því hann sé sjálfur brauð lífsins. Þannig hefur orðið merkingarbær munur. Fólkið í eyðimörkinni dó ef það fékk ekki manan. Með orðum sínum leggur Jesús áherslu á að við þörfnumst hans, Jesús sjálfs fyrir sálu okkar alveg eins og við þurfum á mat að halda fyrir líkaman. Ætli það sé breytt?

Ef Jesús kæmi í dag – myndi hann þá líka benda okkur á að tímarnir séu breyttir? Myndi Jesús bjóða eitthvað annað en sjálfan sig?

Jafnvel þótt margt sé breytt – held ég ekki. Jafnvel þó við skiljum ekki allar tilvísanirnar í textanum og allt það flókna samspil trúararfs og fólksins sem fylgdi Jesú þá hlýtur kjarninn alltaf að vera sá sami.

AÐ Guð kom í Jesús Kristi til að frelsa okkur og gera líf okkar betra. Og við megum ekki leggja árar í bát og láta eins og það skipti okkur ekki máli. Að taka það til sín snýst að vísu ekki um líf og dauða – heldur líf eftir dauðann – eilífa lífið sem Jesús færir þeim sem á hann trúa. Loforð Jesú var þetta.: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir. AMEN